Bæjarstjóri - Vesturbyggð

Vesturbyggð óskar að ráða öflugan bæjarstjóra til að stýra ört vaxandi samfélagi þar sem atvinnulíf og mannlíf er í miklum blóma.

Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Daglegur rekstur og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar
• Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
• Náið samstarf við bæjarstjórn, undirbúningur funda
  og upplýsingagjöf
• Annast upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa, samstarfsaðila, stofnanir, samtök og      fyrirtæki
• Að gæta hagsmuna Vesturbyggðar út á við, vera talsmaður bæjarstjórnar og vinna að    framfaramálum
• Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar
  í ólíkum málaflokkum

 


Meira

Vinnuskóli Vesturbyggðar

Skráningar hefjast  22. maí. Tekið er á móti umsóknum til 29. maí.

Vinnuskólinn hefst þriðjudaginn 5. júní.

10. bekkur 8 vikur 7 klst.
9. bekkur 8 vikur 7 klst.
8. bekkur 6 vikur 4 klst.
7. bekkur 4 vikur 4 klst.

Umsóknareyðublöðum vegna vinnuskólans á Patreksfirði ber að skila á Bæjarskrifstofuna Aðalstræti 63, Patreksfirði og umsóknum vegna vinnuskólans á Bíldudals á skrifstofu Fræðslustjóra á Bíldudal.

Afhenda þarf útfyllt skráningareyðublöð, undirrituð af foreldri, annars er skráning ekki gild.

Skráningarblöð má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar undir Eyðublöð: Vinnuskóli.

Félagsmálastjóri


Meira

Lausar stöðu í skólum sveitarfélagsins skólaárið 2018-2019

Patreksskóli:

Grunnskólaennarar yngsta stigi

Grunnskólakennarar í miðstigi

Íþróttakennari

Stuðningsfulltrúar

Upplýsingar veitir Gústaf Gústafsson skólastjóri gustaf@vesturbyggd.is. 4502321

 

Bíldudalsskóli:

Grunnskólinn

Grunnskólakennarar á yngsta stigi

Grunnskólakennarar á miðstigi

Íþróttakennari

Skólaliði

Leikskólinn

Þroskaþjálfi 

Deildarstjóri

Leikskólakennarar

Upplýsingar veitir Ásdís Snót Guðmundsdóttir Grunn- og leikskólastjóri asdissnot@vesturbyggd.is, 4502333

 

Araklettur:

Leikskólakennarar

Deildarstjórar

Upplýsingar veitir Hallveig Ingimarsdóttir leikskólastjóri halla@vesturbyggd.is, 4502342

 

Tónlistarskóli Vesturbyggðar:

Tónlistarkennarar

Upplýsingar veitir Einar Bragi skólastjóri tonlistarskoli@vesturbyggd.is 7851241

 

Umsóknarferstur er til 14.maí 2018

Nanna Sjöfn Pétursdóttir nanna@vesturbyggd.is

Fræðslustjóri í Vesturbyggð


Meira

Yfirflokksstjóri og flokksstjóri við vinnuskólann á Patreksfirði og Bíldudal

 Störf yfirflokksstjóra unglingavinnu á Patreksfirði og Bíldudal og flokkstjóra unglingavinnu á Patreksfirði og Bíldudal  eru laus til umsóknar:

Um er að ræða  100% störf í  sumar.

Störfin henta báðum kynjum.

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum  22. apríl 2018.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu www.vesturbyggd.is og skrifstofu Vesturbyggðar.

Frekari upplýsingar gefur Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri arnheidur@vesturbyggd.is  eða í síma 450-2300


Meira

Afleysingar fyrir hafnir í Vesturbyggð

Hafnir Vesturbyggðar óska eftir afleysingahafnarverði sem fyrst til starfa hjá Höfnum Vesturbyggðar. Um er að ræða afleysingar í Bíldudalshöfn, Patrekshöfn og Brjánslækjarhöfn. Um hlutastarf er að ræða.
 
Hæfniskröfur:
Réttindi sem löggiltur vigtarmaður eða að vera reiðubúinn til að fara á námskeið til öflunar slíkra réttinda
Almenn tölvufærni.
Frumkvæði.
Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsækjandi þarf helst að vera 20 ára eða eldri.
 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum.

Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri. Umsóknir skulu sendar á baejarstjori@vesturbyggd.is 

Meira

Spennandi sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti auglýsir eftir fólki til starfa á safninu sumarið 2018. 
 
Helstu verkefni starffólks eru leiðsagnir um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu, almenn þrif og önnur tilfallandi verkefni.

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum. Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

Frítt húsnæði er í boði fyrir starfsfólk í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða. 
 

Atvinnuumsókn með ferilskrá sendist fyrir 10. apríl á netfangið museum@hnjotur.is

Frekari upplýsingar um starfið gefur Óskar Leifur Arnarsson í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.


Meira

Sumarstarfsmaður Patrekshöfn

 

Patrekshöfn óskar eftir afleysingarmanni hafnarvarðar í sumar.

 
Hafnarvörður starfar m.a. við leiðsögn skipa, öryggiseftirlit við höfn og sinnir ýmsum þjónustuverkefnum s.s. að taka við og sleppa landfestum skipa, afgreiðir vatn og rafmagn til viðskiptavina og fl. Hafnarvörður sinnir einnig störfum á hafnarvog s.s. vigtun á sjávarfangi og vöruvigtun. 
 
Hæfniskröfur:
Réttindi sem löggiltur vigtarmaður eða að vera reiðubúinn til að fara á námskeið til öflunar slíkra réttinda
Almenn tölvufærni
Fumkvæði
Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsækjandi þarf helst að vera 20 ára eða eldri
 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi sveitarfélags.

Nánari upplýsingar veita bæjarstóri og hafnarvörður. Umsóknir skulu sendar á baejarstjori@vesturbyggd.is 

Meira

Íþróttakennari/Íþróttaþjálfari óskast í sumar!

Sveitarfélaginu Vesturbyggð og íþróttafélögum á sunnanverðum Vestfjörðum vantar fólk til starfa sumarið 2018.
Um er að ræða 100% starf í íþróttageiranum. Í starfinu felst:

Umsjón og kennsla á íþrótta- og leikjanámskeiðum á sunnanverðum Vestfjörðum.
Þjálfun í knattspyrnu, sundi og/eða frjálsum íþróttum í samstarfi við þá þjálfara sem fyrir eru.
Aðstoð og afleysing við framkvæmdarstjóra Héraðssambandsins Hrafna-Flóka.
Þjálfun/fararstjórn á mót sumarsins.

 


Meira

Frístund Patreksfirði

Starfsmann vantar í Frístund ( lengda viðveru). Um er að ræða 40% starf kl 13.00-16.00 alla skóladaga.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars.

Áhugasamir hafi samband við undirritaða á Skólaskrifstofunnni í síma 4502335/8641424 eða á nanna@vesturbyggd.is

 

Nanna Sjöfn Pétursdóttir

Fræðslustjóri Vesturbyggðar


Meira

Laust starf – bókhald Náttúrustofu Vestfjarða.

Vesturbyggð leitar að einstakling í 40% starfshlutfall við færslu bókhalds fyrir Náttúrustofu Vestfjarða. Starfið er á Bíldudal og eru helstu verkefni: færsla bókhalds, afstemming, skil á virðisaukaskatti, útgáfa reikningi, undirbúningur fjárhagsáætlunar, árlegur frágangur bókhalds í hendur endurskoðanda ásamt upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2017.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið starf@vesturbyggd.is.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is