Kennsla á google maps

Sérfræðingar frá hönnunarstofunni Kolofon verða staðsettir í Vesturbyggð dagana 9. og 10. apríl. Þeirra helsta verkefni er að vinna í nýrri heimasíðu fyrir sveitarfélagið og vilja þeir í samstarfi við sveitarfélagið bjóða þjónustuaðilum á svæðinu uppá kennslu í google maps með það fyrir augum að nýta sér google til að koma á framfæri vöru eða þjónustu sem í boði er. Notkun á google maps hefur aukist gríðarlega og er það þægileg og ódýr leið til að koma upplýsingum til skila til neytenda. 

Mánudag 9. apríl klukkan 17:00 í fundarsal FHP

Þriðjudag 10. apríl klukkan 13:00 á Vegamótum á Bíldudal

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is