Laust starf – bókhald Náttúrustofu Vestfjarða.

Vesturbyggð leitar að einstakling í 40% starfshlutfall við færslu bókhalds fyrir Náttúrustofu Vestfjarða. Starfið er á Bíldudal og eru helstu verkefni: færsla bókhalds, afstemming, skil á virðisaukaskatti, útgáfa reikningi, undirbúningur fjárhagsáætlunar, árlegur frágangur bókhalds í hendur endurskoðanda ásamt upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra.

Menntunar og hæfnikörfur:

  • Almenn bókhaldsþekking og reynsla af færslu bókhalds
  • Góð tölvukunnátta og færni í Excel er skilyrði.
  • Reynsla af fjárhagskerfi Navision er kostur
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum er skilyrði.
  • Tölugleggni og vandvirkni í vinnubrögðum er nauðsynleg.
  • Metnaður og sjálfstæði í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2017.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið starf@vesturbyggd.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórir Sveinsson skrifstofustjóri og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, s. 450-2300.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Öllum umsóknum verður svarað.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is