Sumarstarfsmaður Patrekshöfn

 

Patrekshöfn óskar eftir afleysingarmanni hafnarvarðar í sumar.
 
Hafnarvörður starfar m.a. við leiðsögn skipa, öryggiseftirlit við höfn og sinnir ýmsum þjónustuverkefnum s.s. að taka við og sleppa landfestum skipa, afgreiðir vatn og rafmagn til viðskiptavina og fl. Hafnarvörður sinnir einnig störfum á hafnarvog s.s. vigtun á sjávarfangi og vöruvigtun. 
 
Hæfniskröfur:
Réttindi sem löggiltur vigtarmaður eða að vera reiðubúinn til að fara á námskeið til öflunar slíkra réttinda
Almenn tölvufærni
Fumkvæði
Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsækjandi þarf helst að vera 20 ára eða eldri
 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi sveitarfélags.

Nánari upplýsingar veita bæjarstóri og hafnarvörður. Umsóknir skulu sendar á baejarstjori@vesturbyggd.is 
Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is