Húsnæði og flutn­ingur

Hér má finna ýmsar upplýs­ingar varð­andi húsnæði og flutn­inga.

Húsnæði til sölu eða leigu

Hægt er að sjá húsnæði til sölu á helstu fast­eigna­sölu­síðum. Upplýs­ingar um húsnæði til leigu veitir Geir Gestsson


Flutningstilkynning

Nú fara allar tilkynn­ingar um flutning í gegnum heima­síðu Þjóð­skrár Íslands og þarf viðkom­andi að vera með rafræn skil­ríki eða íslykil til að ganga frá skrán­ing­unni.

Séu einhverjir íbúar sveit­ar­fé­lagsins í þeirri aðstöðu að geta ekki tilkynnt um breyt­ingu á lögheimili innan lands og aðsetri með rafrænum hætti er unnt að fá leið­bein­ingar og aðstoð í ráðhúsi Vest­ur­byggðar.


Ætlar þú að byggja?

Bygg­ing­ar­full­trúi veitir upplýs­ingar um lóðir og fram­kvæmdir. Öll eyðu­blöð er hægt að nálgast hér til hliðar.


Hiti og rafmagn

Orkubú Vest­fjarða sér um dreif­ingu á orku og heitu vatni á svæðinu.


Húsaleigubætur

Umsóknir um almennar húsa­leigu­bætur fara í gegnum Íbúðalána­sjóð á www.husbot.is

Hægt er að sækja um sérstakan húsnæð­isstuðning annars vegar fyrir 18 ára og eldri sem geta ekki séð sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar fram­færslu­byrði eða annarra félags­legra aðstæðna og hins vegar fyrir foreldra 15 – 17 ára nemenda sem búa fjarri foreldrum sínum vegna náms.