Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi viðburður endaði fyrir meira en 5 ári síðan.

Áfram ég! Sex lyklar að velgengni - Patreks­fjörður

  • 18. til 19. október

  • Þekkingarsetrið Skor, Aðalstræti 53, 450 Patreksfjörður
    Sjá á korti

Námskeiðið Áfram ég! Sex lyklar að velgengni verður haldið á Patreksfirði 18. – 19. október.

Námslýsing
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja þátttakendur í sex lykilskrefum á leið þeirra til aukinnar velgengni í lífinu.

1. Samskipti
Í samskiptum er sjálfsmeðvitund mikilvæg, að gefa sér tíma, hlusta, hrósa og gagnrýna á uppbyggilegan hátt og semja þannig að allir gangi sáttir frá borði.
Unnið með: Samskiptaform, samningatækni, áhrif og mikilvægi hegðunar í samskiptum.

2. Markmiðasetning
Til að ná árangri þarf að skipuleggja sig og setja sér markmið. Hvernig geri ég betur?
Unnið með: DUMB aðferðafræðina, 80/20% regluna, tímastjórnun, aga og vilja. Leiðin út úr fullkomnunaráráttunni.

3. Sjálfsefling
Ferðalag með fyrirheit þar sem vilji og agi kallast á og skila þér á áfangastað.
Unnið með: Styrkleika, sjálfstraust, áskoranir og þroskaferli.

4. Fjármál
Þarf ég að vera fátækur ef ég verð ekki ríkur?
Unnið með: Viðhorf til peninga, yfirsýn, skipulag, markmið.

5. Heilsa
Góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að því að geta gert það sem ég vil í lífinu.
Unnið með: Mataræði, hreyfingu, hugarfar og hamingju.

6. Framkoma
Góð og örugg framkoma lætur mér líða betur í eigin skinni, styrkir mig sem einstakling og hvetur fólk til liðs við mig.
Unnið með: Grunnatriði í framkomu og að öðlast kjark til að tjá mig fyrir framan fólk.

Þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga um námskeiðið er bent á að hafa samband við Ragnar hjá RM ráðgjöf í síma 898 3851 eða í gegnum netfangið ragnar@rmradgjof.is.

Skráning hér: https://smennt.is/nam-hja-starfsmennt/namskeid/?allotmentid=77ae6746-b624-48e9-9542-97f463cfe566

Starfsmennt greiðir námskeiðið fyrir þá sem eru skráðir í aðildarfélag þeirra: https://smennt.is/um-starfsmennt/adildarfelog/