Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi viðburður endaði fyrir u.þ.b. 4 ári síðan.

Fundur vegna ASC vott­unar

  • þriðjudaginn 3. mars kl. 17:00–18:30

  • Hótel West, Aðalstræti 62, 450 Patreksfjörður
    Sjá á korti

Þriðjudaginn 3. mars n.k. kl. 17:00 mun bio.inspecta halda fund varðandi ASC votton á laxeldisframleiðslu Arnarlax við Eyri. bio.inspecta er óháður aðili sem sér um úttektina. Fundurinn verður haldinn á Hótel West að Aðalstræti 62 á Patreksfirði. ASC vottunarstaðallinn hefur verið þróaður meðal annars af World Wildlife Fund (WWF) en til að fá vottun þurfa fyrirtækin meðal annars að lágmarka umhverfisáhrif og starfa í sátt við samfélag. Á fundinum gefst tækifæri til að koma með ábendingar og fyrirspurnir.

Frekari upplýsingar um ASC vottunina er að finna hér. 

Skráning skal fara fram fyrir 28. febrúar með því að senda tölvupóst á seafood@bio-inspecta.com eða á með því að skrá sig hér.