Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi viðburður endaði fyrir 11 mánuðum síðan.

Íbúa­fundur vegna samein­ing­ar­við­ræðna

  • fimmtudaginn 8. júní kl. 20:00–22:00

  • Baldurshagi, Bíldudalur
    Sjá á korti

Boðað er til samráðsfunda með íbúum Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar dagana 6.-8. júní til að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Fundirnir eru haldnir til að kynna verkefnið, greiningu á núverandi stöðu og mögulega framtíðarsýn í sameinuðu sveitarfélagi.

Fundirnir eru opnir íbúum beggja sveitarfélaga. Að lokinni kynningu gefst íbúum tækifæri til að ræða mögulega sameiningu og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Kynningum verður streymt á Facebooksíðum Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og gefst þátttakendum tækifæri til að senda sín sjónarmið rafrænt inn á fundinn í gegnum samráðskerfi.

Skoða viðburð á Facebook