Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi viðburður endaði fyrir meira en 5 ári síðan.

Sambahátíð í Selárdal

Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal var stofnað vorið 1998 og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Félagið hefur í hátt á annan áratug sinnt viðgerðum á listaverkum og byggingum Samúels. Gerhard König myndhöggvari hefur frá upphafi verið verkstjóri viðgerðanna. Sjálfboðaliðar frá hátt í 20 þjóðlöndum hafa komið að verkefninu, undanfarið með stuðningi Vesturbyggðar. Nú hillir undir að hægt sé að taka hús Samúels í rekstur sem aðstöðuhús, kaffistofu, minjagripverslun og gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn og áhugafólk, í kjölfar velheppnaðrar söfnunar á Karolinafund og framlaga frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ferðamálastofu og menningarmálaráðuneytinu. Til að fagna þessum tímamótum efnir „Sambafélagið“ (en Samúel var kallaður Sambi) til Sambahátíðar laugardaginn 11. ágúst. Þar verður fjölbreytt dagskrá í boði, föndur og leikir fyrir börn, gönguleiðsagnir, kvikmyndasýning, tónleikar Hallveigar Rúnarsdóttur, Teits Magnússonar í kirkjunni og fleiri í kirkjunni auk margra annarra atriða. Boðið verður upp á ljúffenga fiskisúpu og lambakjöt og kaffi og meðlæti.
Vefur safnsins: https://samueljonssonmuseum.jimdo.com/

Dagskrá:

12:30 Hátíðin sett. Kári G. Schram kynnir dagskrána.
Gerhard König segir frá viðgerðum og vinnubúðum með Seeds.

13:00
Sólveig Ólafsdóttir segir frá hvernig var að alast upp í Selárdal.
Kristín Ólafsdóttir segir frá gönguleiðum í Selárdal og nágrenni og leiðir göngu um nágrennið. Fólk er beðið að hafa með sér gönguskó eða stígvél.

14:00
Fjóla Eðvarðsdóttir sér um föndurhorn þar sem litlar styttur verða málaðar.
Smiðja fyrir börn í umsjón Gerhards König.

15:00
Smábátakeppni

16:00
Kaffi með vöfflum og kleinum.
Pétur Bjarnason leikur á harmónikku.

17:00
Kvikmyndin Steyptir draumar sýnd í kirkju Samúels.
Kári Schram segir frá myndinni.
Ólafur Engilbertsson segir frá stofnun Félags um listasafn Samúels.

18:30
Kvöldverður – Lambalæri.

20:00
Tónleikar í kirkjunni
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona flytur nokkrar söngperlur við undirleik.
Teitur Magnússon og hljómsveit.

22:30
Brenna í fjörunni.
Brekkusöngur. 20 kínverskum luktum sleppt.

Aðgangseyrir 2.500 á svæðið. 6.000 með mat. Frítt fyrir börn.
Aðgangur seldur á staðnum. Athugið: Þeir sem styrktu safnið á Karolinafund um 5000 eða meira fá frítt inn á svæðið. Matur kostar 3500.

Meira á Facebook

Skoða viðburð á Facebook