Kynningarfundir

Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði og

Bíldudalsvegur frá Bíldudalsflugvelli

að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði

Mat á umhverfisáhrifum - tillaga að matsáætlun í kynningu

Fyrirhugað er að endurbyggja Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði, á kafla sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði, langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði. Einnig er fyrirhugað að endurbyggja Bíldudalsveg (63) á kafla sem nær frá Bíldudalsflugvelli á Hvassnesi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Hún ásamt Dýrafjarðargöngum er lokahnykkurinn við gerð heilsárshringvegar um Vestfirði

 


Meira

Grunnvatnseftirlit

Ágætu Íbúar Vatneyrar, Patreksfirði.

Í tengslum við fyrirhugaðar ofanflóðavarnir ofan Urða, Hóla og Mýra stendur til að kortleggja grunnvatnsstöðu á völdum stöðum í byggð. Boraðar verða 8 holur, 6-9metra djúpar og settir þrýstiinemar útbúnir fjarskiptabúnaði til mælinga. Ræktunasambands Flóa og Skeiða mun annast borun og er áætlað að borun hefjist n.k. mánudag og taki u.þ.b. 3 daga.  

Staðsetningu borholanna má sjá á meðfylgjandi skjölum. Mynd 1mynd 2.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Kv.

Elfar Steinn Karlsson, Forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar.


Meira

Sjómannadagurinn 2018

Sjómannadagshátíðin á Patró fer fram dagana 30.maí - 3. júní og má finna dagskrána hér.

Hátíðahöld sjómannadagsins á Patró hafa undanfarin ár verið þau glæsilegustu á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað.

Ekki er brugðið út af vananum í ár, en fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Nefna má leiksýningu fyrir börnin, Latibær kíkir í heimsókn, hátíðarsigling, ljósmyndasýning, kökuhlaðborð, dansleikir og margt fleira.


Meira

Fiskeldi í Patreksfirði

Mánudaginn 28 maí kl 16:00 ætlar Arctic Fish og Arnarlax að halda kynningar og upplýsingafund um fiskeldi og fiskeldisáform í Patreksfirði. Fundurinn verður haldin í Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Forsvarsfólk fyrirtækjanna munu fara yfir starfsemina, framtíðaráform, svara spurningum og hlusta eftir sjónarmiðum íbúa.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir.

Starfsfólk Arctic Fish og Arnarlax


Meira

Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar

Forkynning skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar

Helstu markmið deiliskipulagsins eru:

  • Að skilgreina núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu.
  • Að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.
  • Að auka öryggi gagnvart þeirri náttúruvá sem ofanflóð hafa í för með sér.
  • Að vernda byggðasögu elsta hluta Patreksfjarðar með hverfisvernd.

Bent er sérstaklega á að verið er að skilgreina lóðir á íbúðasvæði og geta því lóðir verið að stækka eða minnka eftir því sem við á og eru íbúar sem hagsmuna eiga að gæta beðnir sérstaklega beðnir um að kynna sér deiliskipulagið. 

Tillögurnar verða til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar. Kynningin mun standa til 5. júní  2018.

Íbúafundur/-kynning verður auglýstur síðar.

Tillögur má finna hér og hér

 

Virðingarfyllst

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar


Meira

Deiliskipulagsáætlun - Deiliskipulag Hótel Flókalundar í Vatnsfirði

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst tillaga að eftirfarandi

Deiliskipulagsáætlun- Deiliskipulag Hótels Flókalundar í Vatnsfirði:

Deiliskipulagið mun ná einungis yfir þröngt svæði í kringum núverandi byggingar hótelsins. Skilgreint deiliskipulagssvæði er um 10.500 m² að stærð. Deiliskipulagið mun fjalla um viðbrögð hóteleigenda vegna breytinga á umferð við tilkomu Dýrafjarðaganga, endurbætur á þjóðvegi yfir Dynjandisheið og um nýjan veg um Gufudalssveit í samræmi við samgönguáætlun Vegagerðarinnar. 

Deiliskipulagstillagan verða til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, sem og í anddyri Hótels Flókalundar frá og með mánudeginum 21. maí til 2. júlí 2018.

Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 2. júlí 2015.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Virðingarfyllst

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Hótel Flókalundur deiliskipulagstillaga


Meira

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR laugardaginn 26. maí 2018

Kjörstaðir í Vesturbyggð og upphaf kjörfunda verða sem hér segir:

Patreksfjörður

Kosið í Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Kjördeildin opnar kl. 10:00.

Bíldudalur

Kosið í Baldurshaga félagsheimilinu á Bíldudal.

Kjördeildin opnar kl. 12:00.

Krossholt

Kosið í Birkimelsskóla.

Kjördeildin opnar kl. 12:00.

Íbúar fyrrum Rauðasandshrepps eru skráðir í kjördeildinni á Patreksfirði.

Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunum Aðalstræti 63, Patreksfirði og á skólaskrifstofunni í Skrímslasetrinu, Bíldudal.

Vesturbyggð, 9. maí 2018.

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 16. maí 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 321. fundur, haldinn 30. apríl.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 834. fundur, haldinn 8. maí.

3.Bæjarráð – 835. fundur, haldinn 15. maí.

4.Hafnarstjórn – 159. fundur, haldinn 9. maí.

5.Skipulags- og umhverfisráð – 47. fundur, haldinn 14. maí.

Almenn erindi

6.Sveitarstjórnarkosningar 2018 – kjörskrá.


Meira

Grenndarkynning - Aðalstræti 4

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna viðbyggingu við Aðalstræti 4 á Patreksfirði sbr. meðfylgjandi teikningar.

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur frá ætlaðri móttöku þessa bréfs, þ.e. til og með 7. júní 2018. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar eða í síma 450 2300 á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 10-12.30 og 13-15. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

 

Grenndarkynning - Aðalstræti 4

Aðaluppdráttur - Aðalstræti 4


Meira

Grenjavinnsla

Vesturbyggð auglýsir eftir aðilum til grenjaleita og grenjavinnslu í Vesturbyggð. Tekið er við umsóknum til 31. maí næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið baejarstjori@vesturbyggd.is.

Óskað er eftir umsækjendum fyrir fimm svæði, skv. gömlu hreppaskiptingunni.

  1. Rauðasandshreppur
  2. Patrekshreppur
  3. Barðastrandarhreppur
  4. Suðurfjarðahreppur
  5. Ketildalahreppur

Til greina kemur að ráð fleiri en einn aðila innan hvers svæðis og skal tekið fram í umsókn um hvaða svæði er sótt.

Ákvörðun um ráðningu verður tekin eftir að umsóknarfresti lýkur og miðað er við að umsækjendur hefji störf í byrjun júní, skv. samkomulagi.  

Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri Ásthildur Sturludóttir


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is