Grendarkynning vegna hafnarsvæðis á Bíldudal

Hér með boðar bæjarstjórn Vesturbyggðar til grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði á Bíldudal í samræmi við ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Breyting

Breyting á deiliskipulagi sem unnið var af Fjölsviði ehf árið 2012 og samþykkt í bæjarstjórn þann 16. janúar 2013 er að hluti lóðar Strandgötu 2 og Hafnarteigs 4 verði sameinaðar í eina. Heildarstærð lóðar Hafnarteigs 4 verður því u.þ.b. 28.138 m2 í stað 26.458 m2. Hluti lóðar að Strandgötu 2 fellur til sveitarfélags, u.þ.b. 320m2, með fyrirvara um nýtingarrétt.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði á 34.fundi sínum þann 15.05.2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal frá 2013. 

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, þ.e. til og með 11.október 2017. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd. Grenndarkynningin verður kynnt á opni húsi og verður það auglýst síðar.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð

Aðalstræti 63

450 Vesturbyggð

Athugasemdum skal skila inn fyrir miðvikudaginn 11.október 2017.

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is