Húsið - House of creativity

Kæru íbúar Vesturbyggðar, Skjaldborgarhátíðin 2017 er að hefjast. Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson opna HÚSIÐ - House of creativity í kvöld í Merkisteini, Aðalstræti 72. Opnunartímar Hússins yfir Skjaldborgarhátíðina, þ.e. Hvítasunnuhelgina verða sem hér segir: föstudagurinn 2. júní 18:00-20:30, laugardagur og sunnudagur 3. og 4. júní 11:30-15:00 og mánudagurinn 5. júní 11:00-13:00. Yfir Sjómannadagshelgina verður opið á laugardeginum 10. júní 11:00-12:00 og á sunnudeginum 11. júní 16:00-18:00. Þessar tvær helgar sýnir Húsið verk heiðursgesta Skjaldborgarhátíðarinnar í ár, þeirra Vasulka hjóna í samstarfi við Vasulka stofu, það er frítt inn að sjálfsögðu! Hér að neðan má sjá hlekk á heimasíðu Hússins, endilega kíkið á hana, þar má sjá allt sem er að gerast í Húsinu og svo er hlekkur á facebook síðu Hússins sem og á instagram síðu Hússins, fylgist endilega með! :) https://www.husid-workshop.com/heim // www.facebook.com/husidworkshop // https://www.instagram.com/husid_workshop/

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is