Vilt þú hafa áhrif? – Endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030

Hefur þú áhuga á að vinna að endurskoðun aðalskipulags í Vesturbyggð?

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélagsins og þar er sett fram stefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Óskað er eftir aðilum sem eru tilbúnir að sitja í stýrihópum vegna endurskoðunar aðalskipulags, en hópunum er skipt niður eftir eftirfarandi málefnum:

Atvinnulíf og samgöngur

Orku og auðlindamál

Byggð, menning og samfélag

Umhverfismál og náttúruvernd                                               

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skulu senda póst á elfar@vesturbyggd.is fyrir 1.maí n.k. og tilgreina í hvaða hóp þau vilja starfa í. Áætlað er að halda ca. 3 fundi í hverjum hóp þar sem málefnin eru rædd.

Frekari uppýsingar gefur Elfar Steinn, forstöðumaður tæknideildar, í s: 450-2300 eða á netfanginu elfar@vesturbyggd.is.

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is