Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, mánudaginn 30. apríl 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 320. fundur, haldinn 23. apríl.

2.Samráðnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps – 52. fundur, haldinn 26. apríl.

Fundargerðir til staðfestingar

3.Bæjarráð – 833. fundur, haldinn 30. apríl.

4.Fræðslu- og æskulýðsráð – 41. fundur, haldinn 26. apríl.

5.Skipulags- og umhverfisráð – 45. fundur, haldinn 26. apríl.

Almenn erindi

6.Ársreikningur 2017 – seinni umræða.


Meira

Trú á eigin getu

Haldið 3. maí 2018. 

Dagnámskeið - kennt kl. 11:30-15:30 eða seinniparts námskeið, kennt kl. 17-21. 

Ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig enn frekar auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra. 

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, tökum ákvarðanir og hvernig við vinnum undir álagi. Því má segja að gott sjálfstraust sé lykill að velgengni. 

Um er að ræða þjálfunarnámskeið þar sem áherslan er lögð á aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Þá verður einnig fjallað um áhrif hugarfars á hegðun og líðan.
Kennsla verður í formi fyrirlestra, umræðna og æfinga. 


Meira

Leiklistarnámskeið

"Tveggja vikna leiklistar námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára á sunnanverðum Vestfjörðum. Á námskeiðinu verður kennt helstu aðferðir leikarans. Farið verður yfir skapandi ferla listamannins; spuni, leiktúlkun, raddmótun, textavinna og karaktersköpun. Við kynnum líka aðra möguleika listarinnar sem tengjast leikhúsinu og kvikmyndum. 

Fyrstu vikuna verður námskeiðið á Patreksfirði, aðra vikuna á Bíldudal og svo verður haldin uppskeruhátið á Hópinu í Tálkafirði, þar sem hópurinn mun horfa á afraskturinn og er foreldrum boðið"


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, mánudaginn 23. apríl 2018 og hefst kl. 17:00.

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 319. fundur, haldinn 21. mars.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 831. fundur, haldinn 6. apríl.

3.Bæjarráð – 832. fundur, haldinn 18. apríl.

4.Atvinnu- og menningarráð – 20. fundur, haldinn 9. apríl.

5.Hafnarstjórn – 158. fundur, haldinn 26. mars.

Almenn erindi

6.Ársreikningur 2017 – fyrri umræða.


Meira

Stelpur rokka! Rokkbúðir 12.-13.maí

Þessi skemmtilega, tveggja daga vinnustofa, verður haldin í Húsinu dagana 12. og 13. maí næstkomandi fyrir stúlkur í 8., 9. og 10. bekk.*
Í rokkbúðunum lærir þú á hljóðfæri, spilar í hljómsveit, semur eigið lag og tekur þátt í spennandi vinnusmiðjum um tónlist og femínisma!
Þú þarft ekki að kunna að hlóðfæri til að taka þátt!
Stelpur rokka! eru sjálfboðaliða­ rekin samtök sem efla og styrkja stelpur, konur og trans fólk með tónlist og jafnréttisfræðslu.

* Stelpur (cís og trans) trans strákar, kynsegin og intersex krakkar velkomnir

Aðgangseyrir fyrir rokkbúðirnar er valfrjáls en viðmiðunarþátttökugjald er 9.500 kr. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði.
Hádegismatur í boði báða dagana fyrir þá sem vilja, fyrir samtals 3.000 kr.

Hafið samband í síma 695-7620 eða netfangið hello@husid-workshop.com eða hér til að staðfesta þáttöku. Hámarksfjöldi er 10 manns. Hægt er að skrá sig fram að föstudeginum 4. maí næstkomandi.

Meira um Stelpur rokka! 
www.stelpurrokka.org/

HÚSIÐ
Gamla Verbúðin, Eyrargata
Patreksfirði

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/194210257855306/

 


Meira

Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga 25. maí 2018

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 25. maí  í hátíðarsal skólans í Grundarfirði.

Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari


Meira

Vilt þú hafa áhrif? – Endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030

Hefur þú áhuga á að vinna að endurskoðun aðalskipulags í Vesturbyggð?

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélagsins og þar er sett fram stefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Óskað er eftir aðilum sem eru tilbúnir að sitja í stýrihópum vegna endurskoðunar aðalskipulags, en hópunum er skipt niður eftir eftirfarandi málefnum:

Atvinnulíf og samgöngur

Orku og auðlindamál

Byggð, menning og samfélag

Umhverfismál og náttúruvernd                                               

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skulu senda póst á elfar@vesturbyggd.is fyrir 1.maí n.k. og tilgreina í hvaða hóp þau vilja starfa í. Áætlað er að halda ca. 3 fundi í hverjum hóp þar sem málefnin eru rædd.

Frekari uppýsingar gefur Elfar Steinn, forstöðumaður tæknideildar, í s: 450-2300 eða á netfanginu elfar@vesturbyggd.is.


Meira

Kennsla á google maps

Sérfræðingar frá hönnunarstofunni Kolofon verða staðsettir í Vesturbyggð dagana 9. og 10. apríl. Þeirra helsta verkefni er að vinna í nýrri heimasíðu fyrir sveitarfélagið og vilja þeir í samstarfi við sveitarfélagið bjóða þjónustuaðilum á svæðinu uppá kennslu í google maps með það fyrir augum að nýta sér google til að koma á framfæri vöru eða þjónustu sem í boði er. Notkun á google maps hefur aukist gríðarlega og er það þægileg og ódýr leið til að koma upplýsingum til skila til neytenda. 


Meira

Yfirflokksstjóri og flokksstjóri við vinnuskólann á Patreksfirði og Bíldudal

Yfirflokksstjóri unglingavinnu á

Patreksfirði og Bíldudal

Flokkstjórar unglingavinnu á

Patreksfirði og Bílduda

                            

Um er að ræða  100% störf í  sumar.

Störfin henta báðum kynjum.

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum  22. apríl 2018. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu www.vesturbyggd.is og skrifstofu Vesturbyggðar.

Frekari upplýsingar gefur Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri arnheidur@vesturbyggd.is  eða í síma 450-2300


Meira

Patreksdagurinn 2018

Patreksdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Patreksfirði laugardaginn 17. mars. 

Klukkan 16:00 verður teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn sýnd í Skjaldborgarbíói og klukkan 20:00 verður kvöldskemmtun í Skjaldborgarbíói þar sem Svavar Knútur mun skemmta með aðstoð heimamanna.

Albína, Gillagrill og Fjölval munu vera með skemmtileg tilboð í tilefni dagsins.

Dagskráin er öllum opin og í boði Vesturbyggðar


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is