Vinnuvélanámskeið

Vinnuvélanámskeið fyrir allar gerðir og stærðir vinnuvéla verður haldið á Bíldudal

Námskeiðið er haldið í samstarfi Nýja ökuskólans og Íslenska kalkþörungafélagsins

Námskeiðið gildir fyrir alla vélaflokka sem krafist er réttinda á:

Kennt verður í tveimur úthöldum, áætlað í maí
Skráningarfrestur er til 25.apríl
Námskeiðið er styrkhæft hjá stéttarfélögum.
Skráning og upplýsingar hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal í síma 456 2730 eða info@iskalk.is og hjá Svavari í síma 822 45 02 rektorinn@gmail.com


Meira

Vatnsveita Patreksfjarðar

Unnið verður í Urðargötu nokkra daga í viðbót vegan vatnsveitu.

Vesturbyggð biðst velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem þetta kann að vald.

 


Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefst hjá sýslu-manninum á Patreksfirði mánudaginn 7. apríl 2014.

Hægt er að kjósa á skrifstofutíma frá kl. 8:30 til 12 og 13 til 15:30 virka daga en á uppstigningardag, 29. maí nk., frá kl. 10 til 12 og 13 til 15:30.


Meira

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka 2014

Héraðsþing HHF verður haldið í fundarsal Félagsheimilis Patreksfjarðar þriðjudaginn 1.apríl 2014 og hefst kl. 18. Öllum er frjálst að mæta á þingið og eru allir íbúar í V-Barðastrandarsýslu hvattir til að mæta og taka þátt í uppbyggingu á íþróttamenningu á svæðinu.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður meðal annars mótaskrá sumarsins samþykkt.
Boðið verður upp á léttar veitingar.


Meira

Deiliskipulag Holtsfit - auglýsing

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 19.mars s.l. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtsfit á Barðaströnd, um er að ræða endurauglýsingu vegna formgalla á fyrri auglýsingu.

Holtsfit á Barðaströnd. Um er að ræða deiliskipulag lítillar frístundabyggðar á jörðinni Holtsfit, landnúmer 139797 og staðgreinir 4607-01-00024000. Skipulagsuppdrátturinn liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, Patreksfirði frá 28.mars til 12.maí. Einnig verða gögnin hér að neðan.

Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75 eða á netfangið bygg@vesturbyggd.is merkt „Skipulagsmál í Vesturbyggð“. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

Skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 er auglýst eftir athugasemdum við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 12.maí.

Tillöguna má sjá hér

Skipulagsfulltrú Vesturbyggðar,

Óskar Örn Gunnarsson.


Meira

Vinnuvélanámskeið fyrir allar gerðir og stærðir vinnuvéla verður haldið á Bíldudal

Námskeiðið er haldið í samstarfi Nýja ökuskólans og Íslenska kalkþörungafélagsins

Námskeiðið gildir fyrir alla vélaflokka sem krafist er réttinda á:

Kennt verður í tveimur úthöldum, áætlað í maí


Meira

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Látrabjarg

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti 18.2. 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Látrabjarg skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Deiliskipulagssvæðið nær yfir þrjár jarðir í Vesturbyggð: Hvallátra, Breiðavík og Keflavík. Stærð svæðisins er alls 89,6 km2.

 

 


Meira

Þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólum vesturbyggðar

Leikskólar Vesturbyggðar óska eftir að ráða til starfa þroskaþjálfa frá og með 1. mars 2014.

Um er að ræða 100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfafræði eða hliðstæð menntu
  • Reynsla í þjónustu ungra barna
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi. Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa: Helga Bjarnadóttir leikskólastjóri og Hallveig Ingimarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 450-2343,   netfang: araklettur@vesturbyggd.is .


Meira

1 1 2 dagurinn verður

þriðjudaginn 11. febrúar 2014.

Bíldudalur.

Björguanarsveitarhús:  Viðbragðsaðilar koma þar saman milli kl. 17 – 18 og sýna þar búnað og kynna störf sín.

Farinn verður rúntur um bæinn um kl. 18

Heitt á könnunni

 

Patreksfjörður.

Sigurðarbúð:   Viðbragðsaðilar koma þar saman milli kl. 16:30 – 18:30 og sýna þar búnað og kynna störf sín.

Farinn verður rúntur um bæinn um kl. 17:30.

Heitt á könnunni


Meira

Kynningarfundur um deiliskipulag Látrabjargs og umhverfisskýrslu

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Látrabjarg ásamt umhverfisskýrslu verður kynnt, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fundurinn verður haldinn í

Félagsheimili Patreksfjarðar þriðjudaginn 18. febrúar frá kl. 18-20.

Hönnuðir skipulagsins mun kynna skipulagstillöguna og umhverfisskýrslu.

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið. Í kjölfar kynningarfundarins verður tillagan lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar.

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is