Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

 Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 27.grein laga nr. 59/1992  um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

 Byggðasamlaginu er heimilt að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig  er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða  endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

 Umsóknafrestur er til 20. október 2017 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilissveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu.

 


Meira

Vinna við vatnsveitu á Bíldudal

Í dag verður unnið við vatnsveitu á Bíldudal.

 

Langahlíð , Tjarnarbraut, Strandgata,  verða vatnslaus í  einn klukkutíma eftir kl 17 í dag 18.9. 2017 vegna tenginga.

 

Vatnsveita


Meira

Grendarkynning vegna hafnarsvæðis á Bíldudal

Hér með boðar bæjarstjórn Vesturbyggðar til grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði á Bíldudal í samræmi við ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Breyting

Breyting á deiliskipulagi sem unnið var af Fjölsviði ehf árið 2012 og samþykkt í bæjarstjórn þann 16. janúar 2013 er að hluti lóðar Strandgötu 2 og Hafnarteigs 4 verði sameinaðar í eina. Heildarstærð lóðar Hafnarteigs 4 verður því u.þ.b. 28.458 m2 í stað 26.458 m2. Hluti lóðar að Strandgötu 2 fellur til sveitarfélags, u.þ.b. 320m2, með fyrirvara um nýtingarrétt.

Hér má sjá kynninguna.


Meira

Bilun í vatnsveitu á Bíldudal

Vegna bilunar í vatnsveitu á Bíldudal verður vatnslaust á útplássi frá Vegamótum frá 11: 30. 

Áætlað er að viðgerð taki um tvær klukkustundir.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta varðar

 

Vatnsveita


Meira

Eyrarsel

Selið ( Eyrasel Sigtún 17, Pf) hefur verið opið  öll mánudagskvöld undanfarin ár fyrir handavinnufólk sem vill mæta og eru allir velkomnir.

Fyrsti dagurinn eftir sumarfrí er mánudagurinn  4.september.

Selið er opið á mánudagskvöldum frá kl. 19.00 – 22.00 og eru allir velkomnir. Þar mæta bæði reynslumikið handavinnufólk sem og byrjendur. Varðandi þessi þemaverkefni þá verða uppskriftir, jafnvel garn og aðstoð og kennsla ef þarf.


Meira

Arctic Sea Farm hf. - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og Tálknafirði. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á skrifstofu sveitarstjórnar Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði og auk þess á skrifstofu Tálknafjarðar, á tímabilinu 29. júní til 25. ágúst 2017.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. ágúst 2017. Meðfylgjandi er auglýst tillaga Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynning til Skipulagsstofnunar og matsskýrsla. Þá fylgir einnig sérstök greinargerð um málið. Starfsleyfistillagan hefur áður verið auglýst en auglýsingin er endurtekin vegna þess að vafi er á að rétt hafi verið staðið að fyrri auglýsingu.

Arctic Sea Farm hf. fór í sama umhverfismat Fjarðalax ehf. en starfsleyfistillaga fyrir það eldi er í auglýsingu til 8. maí 2017. Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað. 

Nánari upplýsingar má fá hér.

 


Meira

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð, Urðargata, Hólar og Mýrar

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

Vesturbyggð áformar að reisa varnargarð gegn ofanflóðum á Patreksfirði í hlíðunum fyrir ofan þéttbýlið á milli Vatnseyrar og Geirseyrar. Er það gert til þess að stuðla að bættu öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum. Vesturbyggð er framkvæmdaraðili verksins en verkefnisstjórn mats á umhverfisáhrifum er í höndum VSÓ Ráðgjafar.

Í drögum að tillögu að matsáætlun er m.a. fjallað um helstu áhrifaþætti framkvæmdarinnar og þá umhverfisþætti sem kunna að verða fyrir áhrifum. Þá verður gerð grein fyrir hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum og hvaða gögn og rannsóknir verða lögð til grundvallar matinu.

Drög að tillögu að matsáætlun hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér fyrir neðan má finna hlekki inn á þær skýrslur sem tilheyra matinu. Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um drög að tillögu að matsáætlun á netfangið audur@vso.is eða VSÓ Ráðgjöf (b.t Auður Magnúsdóttir), Borgartún 20, 105 Reykjavík

Frestur til að senda inn ábendingar er til 24. júlí n.k.

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð – Drög að tillögu að matsáætlun


Meira

Húsið - House of creativity

Kæru íbúar Vesturbyggðar, Skjaldborgarhátíðin 2017 er að hefjast. Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson opna HÚSIÐ - House of creativity í kvöld í Merkisteini, Aðalstræti 72. Opnunartímar Hússins yfir Skjaldborgarhátíðina, þ.e. Hvítasunnuhelgina verða sem hér segir: föstudagurinn 2. júní 18:00-20:30, laugardagur og sunnudagur 3. og 4. júní 11:30-15:00 og mánudagurinn 5. júní 11:00-13:00.


Meira

Fuglar heimsins

Frásögn og myndir af fuglum frá sex heimsálfum

Skjaldborgarbíói 7. Júní 2017 kl 20:00

Í sumar hefur rekið á fjörur okkur landbúnaðar verkfræðingur frá Ungverjalandi, István Balázs, sem hefur ferðast um heiminn og unnið að verndun fugla og sérhæft sig í fálkum og haukum. Myndirnar sem István hefur tekið eru engur líkar og langar hann að bjóða öllum að sjá myndir af ótrúlegum fjölda fugla frá sex heimsálfum.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.


Meira

Viðgerð á vatnsveitu Patreksfjarðar

Vegna viðgerða á Vatnsveitu Patreksfjarðar verður lokað fyrir vatn á nokkrum stöðum milli klukkan 8:30 og 10 fimtudaginn 1. júní

Balar

Sigtún 26-67

Aðalstræti 74-97

Brunnar

Beðist er velvirðingar á þessu

Vatnsveitan


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is