Vestfirðingum boðið uppá heilsufarsmælingu

Hjartaheill og SÍBS í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða bjóða Vestfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu 9.-12. maí næstkomandi. Mælingarnar ná til helstu áhættuþátta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Þátttakendum gefst kostur á að svara lýðheilsukönnun og verður fræðsla um lífsstílstengda sjúkdóma í boði, hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslunni verða á staðnum og veita ráðgjöf og eftirfylgd.

Patreksfjörður:  9. maí frá kl. 18-20

Táknafjörður:    10. maí frá kl. 10-12

Bíldudalur:        10. maí frá kl. 10-12

 

 

 


Meira

Grenndarkynninga milli Heimsenda og Pakkhúss á Patró - frestur til athugasemda framlengdur.

Vesturbyggð kynnir grenndarkynningu vegna breytingar á byggingarreit lóðar milli Heimasenda og Pakkhúss við Eyrargötu. Athugasemdafrestur er til 25.apríl 2017. Breytingin felur í sér færslu á byggingarreit innan lóðar, byggingarreiturinn er færður til suðausturs.

Frestur til athugasemda hefur verið framlengdur til 12. maí 2017.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð, Aðalstræti 63, 450 Patreksfjörður


Meira

Íþróttamiðstöðin Brattahlíð - Opið um páska

Íþróttamiðstöðin Brattahlíð

                Opið um páska    

Fimmtudagur opið frá 10:00 til 15:00

Föstudagurinn langi lokað

Laugardagur 10:00 til 15:00

Páskadagur lokað

Annar í páskum 10:00 til 15:00


Meira

Deiliskipulag fyrir iðanaðar og hesthúsahverfi á Bíldudal

Deiliskipulag Iðnaðar- og hesthúsasvæðis Bíldudal.

Vesturbyggð auglýsir lóðir til umsóknar við nýtt iðnaðar- og hesthúsasvæði ofan Hóls í Bíldudal. Deiliskipulagið nær til 11 athafnalóða og 6 hesthúsalóða.

Sjá nánar hér.

Teikning hér.


Meira

Grenndarkynninga milli Heimsenda og Pakkhúss á Patró

Vesturbyggð kynnir grenndarkynningu vegna breytingar á byggingarreit lóðar milli Heimasenda og Pakkhúss við Eyrargötu. Athugasemdafrestur er til 25.apríl 2017. Breytingin felur í sér færslu á byggingarreit innan lóðar, byggingarreiturinn er færður til suðausturs.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð, Aðalstræti 63, 450 Patreksfjörður


Meira

Vatnslaust

Vatnslaust er um óákveðin tíma í Sigtúni, Brunnum og á Hjöllum og Hlíðarvegi vegna óhapps. Unnið er að viðgerð.


Meira

Bæjarstjórnarfundur.

307. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 15. mars 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 306. fundur, haldinn 15. febrúar.

2.Fasteignir Vesturbyggðar ehf - 63. fundur, haldinn 16. febrúar.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 794. fundur, haldinn 22. febrúar.

3.Bæjarráð – 795. fundur, haldinn 8. mars.

5.Fjallskilanefnd – 12. fundur, haldinn 23. febrúar.

6.Hafnarstjórn – 149. fundur, haldinn 2. mars.

7.Hafnarstjórn – 150. fundur, haldinn 14. mars.

8.Skipulags- og umhverfisráð – 32. fundur, haldinn 10. mars.


Meira

Fundur með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála

Bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð, fóru á fund með Jóni Gunnarssyni ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála í dag þar sem farið var yfir þá jákvæðu þróun og uppbyggingu atvinnulífs sem á sér stað á sunnanverðum Vestfjörðum. Á fundinum voru meðal annars ræddar fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í Gufudalssveit.  Ráðherra fór yfir málið frá sinni hlið og var jákvæður um hægt verði að bjóða verkið út á þessu ári. Mikilvægt er að tryggt sé að fjárveiting verði eyrnamerkt verkefninu þannig að hægt verði að fara af stað innan ársins. Það er samt sem áður háð því að málið komist án frekari tafa í gegnum skipulagsferlið. Fulltrúar Vesturbyggðar ítrekuðu mikilvægi þessarar vegaframkvæmdar og að málið verði leitt til lykta með farsælum og skjótum hætti.


Meira

Skrímslasetrið auglýsir eftir starfsfólki


Skrímslasetrið á Bíldudal auglýsir eftir umsjónarmanni og tveimur almennum starfsmönnum í sumar

Í störfunum felst m.a. móttaka gesta, veitinga- og minjagripasala ásamt ö›rum tilfallandi störfum. Í starfi umsjónarmanns felst til viðbótar öll almenn umsjón með daglegum rekstri. Viðkomandi aðilar þurfa að hafa gott vald á íslensku og ensku og fleiri tungumál er kostur, jákvætt hugarfar, þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
Skrímslasetrið opnar 15. maí og er opið til 15. september.

Áhugasamir hafi samband í síma 894 8503 eða sendi póst á netfangið skrimsli@skrimsli.is


Meira

Árshátíð fyrirtækja 2017

Árshátið fyrirtækja á sunnanverðum Vestfjörðum verður haldin í félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 18. mars. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.

Haukur á Heimsenda og hans fólk töfrar fram frábæran mat eins og þeim einum er lagið.
Veislustjórar eru þeir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson en þeir eru landsmönnum kunnugir úr Hraðfréttum.
Hljómsveitin Sólon heldur uppi stuði á dansgólfinu til kl. 03:00.

Fjölmennum á árshátíð og eigum frábæra kvöldstund saman.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is