Námskeið til aukinna ökuréttinda

Ökuskólinn á Akureyri

Í byrjun október heldur Ökuskólinn á Akureyri námskeið til aukinna ökuréttingda á Patreksfirði ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er bóklegt og verklegt. Stefnt er að því að það fari fram utan venjulegs vinnutíma.

Skráning tilkynnist til: Palla Hauks í síma. 8991120 eða Netfang: bilprof@simnet.is


Meira

Fjallskilaseðill 2016

Fjallskilaseðill Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps 2016 var samþykktur á síðasta fundi fjallskilanefndar. Seðilinn má nálgast hér


Meira

Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu

Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu verður haldið í FHP laugardaginn 10. september

keppni kvenna hefst kl 13 og keppni karla hefst kl 14

 

Frítt er inn á kepnina.


Meira

Breyting á aðalskipulagi - skipulagslýsing fyrir Brjánslæk

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar

Hafin er undirbúningur við gerð deiliskipulags Brjánslæk en um er að ræða tvær tillögur. Annars
vegar við höfnina og Flókatóftir og hins vegar ofan vegar við Prestsetrið. Deiliskipulagstillaga þessi
kallar á breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006‐2018.

Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á lóð vestan við
prestsetrið þar sem reisa á 16 smáhýsi/gistihús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Prestbústaðnum
verður breytt í sýningarrými og kaffihús.


Meira

Surtarbrandsgil Opnun sýningar á Brjánslæk

Umhverfisstofnun í samstarfi við ábúendur á Brjánslæk hafa sett upp sýningu um jarðsögu náttúruvættisins Surtarbrandsgils í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk. Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 en gilið er einn merkasti fundarstaður plöntusteingervinga á Íslandi. Þar hafa verið greindar um 65 tegundir plantna. Á sýningunni eru steingervingar og surtarbrandur til sýnis.

Landverðir ætla að bjóða upp á leiðsögn um sýninguna laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. ágúst milli kl. 15:30 – 17:00. Einnig verður farið í gönguferðir í Surtarbrandsgil með landverði kl. 13:00 báða dagana. Gengið er frá miðasölu Baldurs og tekur gangan um 2 ½ klst. Aðgangur ókeypis.

Landverðir


Meira

Á markað með snjallt nýsköpunarverkefni?

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðunetyið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunnar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.


Meira

Sálfræðiþjónusta

Emil Einarsson sálfæðingur verður með viðtöl á Heilbrigðisstofnunni á Patreksfirði eins og undanfarna vetur.

tímapantanir í síma 891-7803 eða emil@fssf.is

 


Meira

Breyttur opnunartími Gámavalla á Patreksfirði og Bíldudal.

Opnunartími Gámavalla fer úr því að að vera milli klukkan 15-17 í það að vera milli klukkan 16-18 á virkum dögum. Athugið að opnunartími á helgum helst óbreyttur.

Opnunartími er sem hér segir:

Patreksfjörður

Mánudaga og fimmtudaga milli klukkan 16:00 - 18:00

Laugardaga milli klukkan 15:00 - 17:00

Bíldudalur

Þriðjudaga milli klukkan 16:00 – 18:00

Laugardaga milli klukkan 10:00 – 12:00


Meira

Frístundaleiðbeinendur – Frístundaheimili Bíldudals og Frístundaheimili Patreksfjarðar

Vesturbyggð starfrækir frístundaheimili við grunnskóla sveitarfélagsins, á Bíldudal og Patreksfirði. Í frístundaheimilunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. 


Meira

Bæjarráð samþykkir afslátt af gatnagerðargjöldum

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag að veita afslátt af gatnagerðargjöldum í Vesturbyggð. Er þetta gert til þess að ýta undir framkvæmdir í sveitarfélaginu og sýna í verki vilja sveitarstjórnar til að styðja við uppbyggingu í samfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á þegar tilbúnum lóðum vegna atvinnuhúsnæðis. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 75% afsláttur vegna bygginga á þegar tilbúnum íbúðarhúsalóðum, afslátturinn gildir fyrir íbúðarhúsnæði og byggingaleyfisskyldar viðbyggingar í Vesturbyggð. Afsláttarfyrirkomulagið gildir út kjörtímabilið þ.e. til 31. maí 2018.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is