Bæjarstjóri
Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri Vesturbyggðar.
Netfang bæjarstjóra er baejarstjori@vesturbyggd.is, sími er 450 2300 og 864 2261.
Viðtalstímar eftir samkomulagi.
Ásthildur er með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York.
Ásthildur starfaði áður sem verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu og markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Þá var hún verkefnisstjóri við byggingu tónlistar - og ráðstefnuhússins Hörpu, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf.
Ásthildur situr í stjórn RB, er formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum og varamaður í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga.
Sjálfstæðisflokkurinn myndar meirihluta bæjarstjórnar í Vesturbyggð og er Friðbjörg Matthíasdóttir forseti bæjarstjórnar og Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs.