Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð #7

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. mars 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Félagsheimilin í Vesturbyggð

    Lögð fram auglýsing um starf forstöðumanns Félagsheimilis Patreksfjarðar. Umsóknartíminn var til 18. mars sl. og er unnið úr umsóknum.
    Lögð fram fundargerð 3. fundar rekstrarnefndar félagsheimilisins á Birkimel með 7. dagskrárliði.
    Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og menningarráð felur félagsmálastjóra að gera drög að rekstrarsamningi við rekstrarnefnd félagsheimilisins á Birkimel.

      Málsnúmer 1209027 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Vinabæjarsamstarf.

      Lögð fram dagskrá vinabæjarmóts sem haldið verður 1. til 3. september 2016 í Svelvik, Noregi. Lagt fram bréf dags. 29. mars 2016 frá formanni Norræna félagsins í Bogense með hugmyndum um samstarfsverkefni í listum með tilliti til náttúru- og umhverfisverndar.
      Atvinnu- og menningarráð vísar erindinu frá Norræna félaginu í Bogense til Norræna félagsins í Vesturbyggð til umfjöllunar.

        Málsnúmer 1603084 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Steampunk hátíð 2016, styrkumsókn

        Lagt fram tölvubréf dags. 14. mars sl. með beiðni um styrk frá forsvarsmanni "Steampunk" - ævintýrahátíðarinnar, haldin á Bíldudal 20.-26. júní nk.
        Atvinnu- og menningarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir kostnaðar- og fjármögnunaráætlun fyrir ævintýrahátíðina.

          Málsnúmer 1603072

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Daníel Hansen - Sögulegar minjar og skjöl.

          Lagt fram bréf ódags. frá Daníel Hansen sem vísað var til atvinnu- og menningarráðs af bæjarráði 22. mars sl. Í bréfi Daníels er óskað eftir stuðningi til að minnast aldarafmælis rithöfundarins Jóns úr Vör og vegna skjalasafns.
          Atvinnu- og menningarráð tekur jákvætt í að haldið verði málþing í janúar 2017 á Patreksfirði um ritverk og störf Jóns úr Vör.

            Málsnúmer 1603056 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Jón Þórðarson - Gamla smiðjan, Bíldudal, beiðni um afnot.

            Lagt fram tölvubréf dags. 29. janúar sl. frá Jóni Þórðarsyni með fyrirspurn á leigu á safnahúsinu "Gömlu smiðjunni" á Bíldudal.
            Atvinnu- og menningarráð óskar eftir frekari upplýsingum um erindið og boðar Jón Þórðarson á næsta fund ráðsins.

              Málsnúmer 1602045 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. EBE styrkumsókn vegna bókar um gömguleiðir í Barðastrandarhreppi

              Lagt fram tölvubréf dags. 30. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Elvu Björgu Einarsdóttur með beiðni um styrk vegna útgáfu á bók um gönguleiðir á Barðaströnd.
              Atvinnu- og menningarráð óskar eftir nánari kostnaðar- og fjármögnunaráætlun um verkefnið.

                Málsnúmer 1509048 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00