Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð #14

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:30

    Fundargerð ritaði
    • Hjörtur Sigurðsson

    Almenn erindi

    1. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu

    Tekin var fyrir breyting á deiliskipulagi innan iðnaðarlóðar við Eyrargötu milli Heimsenda og Pakkhúss. Greidd voru atkvæði um færslu hússins innan lóðar og gerðu Ólafur H. Haraldsson og Hjörtur Sigurðsson ekki athugasemd við færslu hússins. Kristín Pálsdóttir og María Ragnarsdóttir sátu hjá.

    María Ragnarsdóttir lagði fram bókun á fundinum.
    "Ég lýsi furðu minni á því að búið sé að samþykkja byggingu iðnaðarhúsnæðis á svæði sem að mínu mati er vænlegast á Patreksfirði sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Ég tel að með því sé búið að eyðileggja heildarmynd sem í framtíðinni gæti orðið mikil prýði á bænum.
    Bílaverkstæðið Smur og dekk mun flytja starfsemi sína af svæðinu, Vatneyrarbúðin verður vonandi tekin í notkun fyrr en seinna, allskonar hugmyndir sem lúta að menningarstarfsemi hafa verið viðraðar varðandi Pakkhúsið, Gamla smiðjan verður vonandi lagfærð og með einhverja menningar og/eða ferðamannastarfsemi og síðan eru þessi gömlu fallegu hús neðst á Aðalstrætinu. Nú er svo komið að ferðamenn koma í auknum mæli hingað. Ættum við ekki að huga að því að byggja upp heildarmynd?"

      Málsnúmer 1606007 9

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00