Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð #17

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. september 2017 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Hjörtur Sigurðsson, formaður atvinnu- og menningarráðs.

    Almenn erindi

    1. Nordfyns Kommune - vinarbæjarmót 2017.

    Lagt fram minnisblað frá Þóri Sveinssyni um vinabæjarmótið sem haldið var í Nordfyn í Danmörku dagana 24.- 27. ágúst 2017. Hjörtur Sigurðsson formaður nefndarinnar var meðal fulltrúa Vesturbyggðar á mótinu og fór hann yfir heimsóknina með ráðinu.

    Tilboð í útgáfu listaverkabókar lagt fram til kynningar.
    Atvinnu- og menningarráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að gert verði ráð fyrir hóflegum kostnaði vegna útgáfu bókar þar sem verk eftir danska myndlistamenn sem unnin voru í júní sl. í Vesturbyggð verði gefin út. Kanna mætti áhuga fyritækja á svæðinu á verkefninu áður en endanleg niðurstaða liggur fyrir.

      Málsnúmer 1705006 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Skýrslur um fiskeldi

      Lagðar fram skýrslunar „Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna“, útgefin af Haf- og vatnarannsóknum og Hafrannsóknarstofnunar í júlí 2017, „Byggðaleg áhrif fiskeldis“, útgefin af Byggðastofnun í ágúst 2017 og „Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi“, útgefin í ágúst 2017.

      Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með niðurstöðu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi,
      fyrir sunnanverða Vestfirði en telur að eðlilegt hefði verið að þau sveitarfélög sem hafa beina hagsmuni af uppbyggingu fiskeldis hefðu átt fulltrúa í starfshópnum til að tryggja sanngjarna og bráðnauðsynlega umfjöllun um byggðamál.
      Jafnframt fagnar ráðið niðurstöðu hópsins sem leggur til að 85% af auðlindagjaldi sem lagt verður á greinina renni til uppbyggingar innviða á þeim svæðum sem nýtast við uppbyggingu fiskeldis.

      Það er einnig fagnaðarefni að Byggðastofnun hafi farið í það verkefni að vinna skýrslu um byggðaleg áhrif fiskeldis. Við teljum þó að betur hefði mátt vanda til verka og auðvelt hefði verið að koma með betri greiningu á stöðunni.
      Athugasemd er gerð við það að ekki var leitað eftir aðkomu sveitarfélagsins að neinu leiti við gerð skýrslunnar og ekki var óskað eftir því að skýrslan væri lesin yfir þrátt fyrir að ítrekað væri vísað í svör sveitarfélagsins við spurningum starfshóps ráðuneytisins um mótun stefnu í fiskeldi.

        Málsnúmer 1703011 8

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjárhagsáætlun 2018.

        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1708020 20

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. þátttaka íbúa í Vesturbyggð

          Farið var yfir minnisblað sem lagt var fyrir nefndina þar sem atriði sem komið hafa fram á íbúafundum voru tiltekin. Atvinnu- og menningarráð ítrekar að farið verið að vinna atvinnumálastefnu fyrir Vesturbyggð. Mikilvægt að atriði sem komið hafi fram á íbúafundum verði höfð til hliðsjónar.
          Unnið verði að því að tengja ljósleiðara í sveitarfélaginu.

            Málsnúmer 1704039 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00