Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #722

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. janúar 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Magnús Jónsson varaformaður stýrði fundi þar sem formaður bæjarráðs sat fundinn í gegnum í síma.
    Friðbjörg Matthíasdóttir boðaði forföll. Gísli Ægir Ágústsson mætti í hennar stað. Elsa Reimarsdóttir og Elfar Steinn Karlsson komu inn á fundinn undir einstökum liðum.

    Almenn erindi

    1. Fundargerðir 27. nóvember og 9. desember, 2014.

    Lagðar fram til kynningar fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 27. nóvember og 9. desember.

      Málsnúmer 1501001

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ferðaþjónusta fatlaðra

      Elsa Reimarsdóttir félagsmálastjóri kom inn á fundinn. Lagt fyrir minnisblað vegna ferðaþjónustu fatlaðra. Félagsmálastjóri kynnti tillögur um ferðaþjónstu fatlaðra. Félagsmálastjóra falið að leggja til frekari gögn um samning í málinu. Málinu frestað til næsta fundar.

        Málsnúmer 1412081 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Snjómokstur á starfssvæði Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum.

        Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Val Jóhannssyni frá Vegagerðinni vegna snjómoksturs á sunnanverðum Vestfjörðum.

        Bæjarráð hvetur Alþingi til að leggja aukið fjármagn til vetrarþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum.

          Málsnúmer 1412080 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Vegna leikskólamála

          Lagt fram bréf frá Samtökum atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum vegna leikskólamála.
          1. Starfsdagar leikskóla og grunnskóla í Vesturbyggð eru samræmdir eins og starfsemin leyfir. Í dag er einn starfsdagur sem er ekki er samræmdur milli skólastiganna.
          2. Varðandi sveigjanleika á sumarfríi á leikskólum er málinu vísað til fræðslunefndar og skólastjóra leikskóla til umfjöllunar.

            Málsnúmer 1412078 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Framkvæmdaáætlun umvhverfisvottunar

            Lögð fram "Sameiginleg stefna sveitarfélaga um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti" frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna umhverfisvottunar Earth Check.

              Málsnúmer 1412077

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Snjómokstur í Vesturbyggð - endurskoðun á forgangi.

              Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður Tæknideildar Vesturbyggðar kom inn á fundinn. Farið yfir snjómokstursskipulag í Vesturbyggð og forgangsröð snjómoksturs og hálkuvarna í sveitarfélaginu.

                Málsnúmer 1412054 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Lánsumsókn 2015

                Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir hér með að óska eftir að taka 241 millj.kr. að láni frá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2015 til að fjármagna afborganir af lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum sem áætlaðar eru 98 millj.kr., 57,5 millj.kr. vegna framkvæmda við götur, 73,6 millj.kr. vegna framkvæmda og endurbóta við skólahúsnæði og íþróttahúsnæði og 11, 9 milljk.r vegna framkvæmda við vatnsveitu og fráveitu. Vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

                  Málsnúmer 1501002

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00