Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #758

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 8. mars 2016 og hófst hann kl. 11:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Hótel Látrabjarg, endurnýjun gistileyfis.

    Lagt fram bréf dags. 2. mars sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni um umsögn á umsókn Hótels Látrabjargs ehf um endurnýjun rekstrarleyfis hótelsins að Fagrahvammi, Örlygshöfn í Vesturbyggð.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir.

      Málsnúmer 1603012 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      13. Íþróttamiðstöðin Bylta - Viðbygging 2015

      Lögð fram fundargerð frá 3. mars sl. frá opnun tilboða í útboðsverkið "Bylta, íþróttahús á Bíldudal - stækkun." Eitt tilboð barst í verkið. Tilboðsupphæð:
      Stapafell ehf., 89,6 millj.kr.
      Kostnaðaráætlun Verkís hf., 51,0 millj.kr.
      Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
      Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur forstm. tæknideildar að ræða við tilboðsgjafa.

        Málsnúmer 1501039 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        14. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Gillagrill ehf., umsögn um rekstrarleyfi.

        Lagt fram bréf dags. 2. mars sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni um umsögn á umsókn Gillagrills ehf. um veitingarleyfi fyrir veitingarstofu að Aðalstræti 120, Patreksfirði.
        Bæjarráð gerir ekki athugasemdir.

          Málsnúmer 1603011 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          15. Breiðafjarðarnefnd svæðisskipulag fyrir Breiðafjörð og stefnumótun fyrir nýtingu og vernd hafsvæðis Breiðafjarðar

          Lögð fram fundargerð frá samvinnufundi Breiðafjarðarnefndar og fulltrúa sveitarfélaga við Breiðafjörð haldinn 3. nóvember 2015 á Reykhólum. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélaganna hvort koma eigi á nefnd sem vinni að gerð svæðisskipulags fyrir verndarsvæði Breiðafjarðar.
          Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka þátt í fyrirhugaðri svæðisskipulagsnefnd fyrir verndarsvæði Breiðafjarðar.

            Málsnúmer 1602057

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            16. EBÍ styrktarsjóður 2016

            Lagt fram bréf dags. 22. feb. sl. ásamt fylgiskjali frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands með tilkynningu um styrktarsjóð EBÍ 2016. Umsóknarfrestur er til loka aprílmánaðar.
            Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk

              Málsnúmer 1602061

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              17. EBE styrkumsókn vegna bókar um gömguleiðir í Barðastrandarhreppi

              Lagt fram tölvubréf dags. 1. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Elvu Björgu Einarsdóttur með beiðni um styrk vegna útgáfu bókar um gönguleiðir í Barðastrandarhreppi.
              Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið.

                Málsnúmer 1509048 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                18. Halla Kristín Einarsdóttir - styrkbeiðni

                Lagt fram tölvubréf dags. 2. mars sl. frá Höllu Kristínu Einarsdóttur með beiðni um styrk vegna fræðslu fyrir unglinga í Vesturbyggð um kvennasöguna og feminisma í samtímanum.
                Bæjarráð samþykkir 20.000 kr. styrkveitingu.

                  Málsnúmer 1603008

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  19. Vestfjarðarvíkingurinn 2016

                  Lagt fram tölvubréf dags. 20. feb.sl. frá Félagi kraftamanna með beiðni um styrk vegna "Vestfjarðavíkingurinn 2016".
                  Bæjarráð samþykkir 90.000 kr. styrkveitingu.

                    Málsnúmer 1602050

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    20. Samband ísl. sveitarfélaga - landsþing 8. apríl 2016.

                    Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 1. mars sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga með boð á XXX. landsþing sambandsins 8. apríl 2016.
                    Bæjarráð felur fulltrúum sínum að sækja landsþingið.

                      Málsnúmer 1603007

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      21. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.

                      Rætt um stöðu vinnu að gerð ársreiknings 2015.
                      Að ósk Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. er samþykkt um lántöku á árinu 2016 lögð aftur fram þar sem hluti texta féll niður í fyrri bókun bæjarráðs og bæjarstjórnar:
                      Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 374 millj.kr. til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna hluta afborgana af lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum, eða 99 millj.kr., 186 millj.kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur, 74 millj.kr. vegna framkvæmda og endurbóta á skólahúsnæði og íþróttahúsnæði og 15 millj.kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
                      Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
                      Lögð fram drög að breytingu á gjaldskrá fyrir leigu aðstöðu í Kaldbakshúsi/Straumneshúsi.
                      Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
                      Lagt fram kauptilboð í Stekka 21, fastanr. 212-4043.
                      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

                        Málsnúmer 1603003 12

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        22. Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamning.

                        Vísað er í 6. tölul. 293. fundar bæjarstjórnar Vesturbyggðar frá 24. feb. sl. Lögð fram svör ásamt fylgiskjölum dags. 25. feb. sl. við spurningum um eignarhald á hlutafélaginu Strönd ehf og um mögulega nýtingu á húsnæði félagsins að Krossholtum.
                        Bæjarráð fagnar fyrirhugaðri starfsemi í húsnæði Strandar ehf að Krossholtum en leggur til við bæjarstjórn að forkaupsréttarákvæði sveitarfélagsins í lóðarleigusamningi verið áfram þar til í ljós komi um starfsemina á næstu árum.

                          Málsnúmer 1601052 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          23. Skipulagsstofnun aukin framleiðsla Fjarðalax á laxi í Artnarfirði beiðni um umsögn

                          Lagt fram bréf dags. 18. feb. sl. frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn um tillögu Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm hf. að matsáætlun fyrir aukna framleiðslu á um 7.500 tonn af laxi í Arnarfirði.
                          Sveitarfélagið Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við matsáætlun fyrir aukna framleiðslu Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm hf. um 7.500 tonn af laxi í Arnarfirði.
                          Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.

                            Málsnúmer 1602058

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Til kynningar

                            2. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerð stjórnar nr. 26

                            Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. feb. sl.
                            Lagt fram til kynningar.

                              Málsnúmer 1602062

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              3. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerð stjórnar 19.02.2016

                              Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 19. feb. sl.
                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1603005

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                4. SÍS vekur athygli á frumvarpsdrögum um breytingu á grunnskólalögum sem eru til kynningar á vef mennta-og menningarmálaráðuneyti

                                Lagt fram tölvubréf dags. 22. feb. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi til breytinga á grunnskólalögum.
                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1602051 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  5. Málefni Birkimelsskóla

                                  Lagt fram dreifibréf dags. 22. feb. sl. frá Jóhanni Pétri Ágústssyni og Halldóru I. Ragnarsdóttur, Brjánslæk um málefni Birkimelsskóla.
                                  Lagt fram til kynningar.

                                    Málsnúmer 1602059 5

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    6. Alþingi Velferðarnefnd frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga mál nr.458

                                    Lagt fram tölvubréf dags. 17. febrúar sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um ferðaþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.
                                    Lagt fram til kynningar.

                                      Málsnúmer 1602052

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      7. Umhverfis-og samgöngunefnd þingsályktun um uppbyggingu áningastaða Vegagerðar sið þjóðvegi mál nr.150

                                      Lagt fram tölvubréf dags. 22. febrúar sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.
                                      Lagt fram til kynningar.

                                        Málsnúmer 1602053

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        8. Umhverfis-og samgöngunefnd frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða) mál nr.219

                                        Lagt fram tölvubréf dags. 22. febrúar sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.
                                        Lagt fram til kynningar.

                                          Málsnúmer 1602054

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          9. Umhverfis-og samgöngunefnd frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) mál nr.296

                                          Lagt fram tölvubréf dags. 22. febrúar sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.
                                          Lagt fram til kynningar.

                                            Málsnúmer 1602055

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            10. Skjólskógar - fagráðstefna skógræktar 2016.

                                            Lögð fram tilkynning og dagskrá ársfundar Skjólskóga "Fagráðstefna skógræktar 2016" sem haldin verður í félagsheimilinu á Patreksfirði 16.-17. mars nk.
                                            Lagt fram til kynningar.

                                              Málsnúmer 1603009

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              11. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð stjórnar nr. 836.

                                              Lögð fram fundargerð 836. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 26. feb. sl.
                                              Lagt fram til kynningar.

                                                Málsnúmer 1603013

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                12. HeilVest fundargerð stjórnar nr.105

                                                Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12. feb. sl.
                                                Lagt fram til kynningar.

                                                  Málsnúmer 1602056

                                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00