Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #761

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. apríl 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Húsaleiga í SKOR.

    Mættir til viðræðna við bæjarráð fulltrúar rekstrarfélags SKORar vegna starfsemi og mögulegs framtíðarhúsnæðis aðildarfélaga þess á Patreksfirði.

      Málsnúmer 1602067

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.

      Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2016, 6 millj.kr. vegna kaupa og endurbóta á húsnæðinu Tjarnarbraut 3, Bíldudal.
      Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar vegna upplýsingagjafar um framkvæmdir á komandi sumri.
      Bæjarráð samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2016.

        Málsnúmer 1603003 12

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Ársreikningur 2015.

        Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2015.
        Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

          Málsnúmer 1604001 5

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Breiðafjarðarnefnd hugmyndir um að tilnefna verndarsvæði Breiðafjarðar á lista Ramsarsamninginn

          Lagt fram bréf dags. 1. apríl sl. frá Breiðafjarðarnefnd með tillögum nefndarinnar um að tilnefna verndarsvæði Breiðafjarðar á lista Ramsarsamningsins.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að verndarsvæði Breiðafjarðar verði sett á lista Ramsarsamningsins svo fremur að slíkt verndarsvæði hafi ekki áhrif á uppbyggingu vegakerfisins við Breiðafjörð eða nýtingu auðlinda Breiðafjarðar.

            Málsnúmer 1604009

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Til kynningar

            5. SÍS úrgangsmál hjá sveitarfélögumog sorpsamlögum

            Lagt fram tölvubréf 5. apríl sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt skýrslu starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1604011

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00