Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #762

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. apríl 2016 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Samgöngumál á sunnanverðum Vestfjörðum.

    Vísað er í 1.tölul. 759.fundargerðar bæjarráðs frá 22. mars 2016.
    Mættir til viðræðna við bæjarráð fulltrúar Vegagerðarinnar þeir Sigurður Mar Óskarsson, deildarstjóri Ísafirði, Pálmi Þór Sævarsson, deildarstjóri Borgarnesi, Geir Sigurðsson, verkefnastjóri Ísafirði, Eiður B Thoroddsen, fráfarandi rekstrarstjóri Patreksfirði, Bríet Arnardóttir, rekstrarstjóri Patreksfirði og Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri Búðardal. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar Vesturbyggðar sat fundinn.
    Rætt var almennt um samgöngumál á sunnanverðum Vestfjörðum, um vetrarþjónustu s.s. snjómokstursreglur, um viðhaldsverkefni á vegum m.a. á Mikladal, Raknadalshlíð, Þorskafirði, Dynjandisheiði, Hálsum, uppsetningu vegriða o.fl., um nýframkvæmdir s.s. Dýrarfjarðargöng, Dynjandisheiði, Örlygshafnarveg, í Gufudalssveit/Teigskóg og endurbætur/nýtt vegstæði á Rauðasand, um ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs og möguleika á að fjölga ferðum vegna aukinna flutninga og um flug til Bíldudals og fjölgun ferða.
    Bæjarráð þakkar Eiði Thoroddsen, fráfarandi rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Patreksfirði vel unnin störf að samgöngumálum á sunnanverðum Vestfjörðum í meira en fjóra áratugi og gott samstarf við sveitarfélagið.

      Málsnúmer 1604038 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00