Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #771

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. júlí 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. FjórðungssambandVestfirðinga- beiði um umsögn: Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum.Fyrsta skref.

    Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga með beiðni um umsögn um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum. Mætt til viðræðna við bæjarráð Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnistjóri samfélagsuppbyggingar.
    Bæjarráð tekur undir bókun 9. fundar atvinnu- og menningarráðs Vesturbyggðar frá 23. júní sl. um skýrslu Fjórðungssambands Vestfirðinga um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum að vel sé farið yfir núverandi ástand og línur lagðar fyrir næstu skref. Sameiginleg framtíðarsýn sveitarfélaga á Vestfjörðum er nauðsynlegur grunnur fyrir þau verkefni sem sveitarfélögin vinna sameiginlega að. Bæjarráð tekur undir samþykkt frá 61. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að farið verði í gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði en leggur til að við gerð svæðisáætlunar verði lögð áhersla á að í byrjun verði tekin fyrir eitt til tvö afmörkuð verkefni, t.d. ferðamál og náttúruvernd.

      Málsnúmer 1606003 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.

      Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu fimm mánuði ársins, janúar-maí.
      Lagt fram til kynningar.
      Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á þegar tilbúnum lóðum vegna atvinnuhúsnæðis. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 75% afsláttur vegna bygginga á þegar tilbúnum íbúðarhúsalóðum, afslátturinn gildir fyrir íbúðarhúsnæði og byggingaleyfisskyldar viðbyggingar í Vesturbyggð. Afsláttarfyrirkomulagið gildir út kjörtímabilið þ.e. til 31. maí 2018.

        Málsnúmer 1603003 12

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjárhagsáætlun 2016 - viðaukar.

        Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2016, 13,4 millj.kr. vegna kaupa á bifreið fyrir akstur fatlaðra og félagsstarf aldraða , til kaupa og uppsetningar á ærslabelg á Bíldudal, vegna framlags til HHF 2016 og til Skíðafélags Vestfjarða til kaupa á snjótroðara.
        Bæjarráð samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2016.

          Málsnúmer 1607007 5

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00