Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #787

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 29. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Friðbjörg Matthíasdóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Fjárhagsáætlun 2016 - viðaukar.

    Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2016 vegna sölu fjögurra íbúða Fasteigna Vesturbyggðar ehf og breytinga á fjárfestingum (lækkun) og á langtímalánum (lækkun).
    Bæjarráð samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2016.

      Málsnúmer 1607007 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fjárhagsáætlun 2017.

      Lagðar fram óafgreiddar sérgreindar tillögur frá fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2017 að rekstrar- og fjárfestingaverkefnum og tillögur að nýrri gjaldskrá vegna útleigu félagsheimilisins Birkimels.
      Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá vegna útleigu félagsheimilisins Birkimels og viðbótarfjárveitingu í rekstrar- og fjárfestingaverkefni að upphæð 1,1 millj.kr.

        Málsnúmer 1608011 15

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið - úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2016-2017.

        Magnús Jónsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Lagt fram bréf dags. 31. okt. sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016 til 2017.
        Lögð fram til kynningar bókun frá 11. fundi atvinnu- og menningarráðs frá 21. nóvember sl. undir 1.tölul. dagskrár þar sem ráðið leggur til að farið verði eftir almennum reglum um úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu.

        Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð (Patreksfjörður, Bíldudalur og Brjánslækur) að farið verði eftir reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016-2017 með eftirfarandi breytingum:

        - Brjánslækjarhöfn:
        1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
        2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.

        - Bíldudalshöfn:
        1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
        2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.

        - Patrekshöfn
        Bæjarráð gerir engar breytingar á reglugerðinni, nr. 641/2016.

        Bæjarstjóra falið að senda ráðuneyti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu bókun bæjarráðs.

          Málsnúmer 1611018 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30