Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #792

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. janúar 2017 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Samstarfssamningur sveitarfélaga BsVest.

    Lagt fram bréf dags. 26. október 2016 frá BsVest ásamt samstarfs- og þjónustusamningum aðildarsveitarfélaga Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks með ósk um endurnýjun samninga. Erindinu var vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 18. janúar sl.
    Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

      Málsnúmer 1611035 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

      Lagðar fram reglur Vesturbyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning. Erindinu var vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 18. janúar sl.
      Bæjarráð samþykkir breytingu á 1. ml. 1 mgr. og komi eftir textanum ".... vegna náms fjarri lögheimili" textinn ",sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu.".
      Bæjarráð samþykkir reglur Vesturbyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning með framangreindri breytingu.

        Málsnúmer 1701010 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjallskil 2017

        Lagður fram 2. tölul. fundargerðar 11. fundar fjallskilanefndar frá 21. desember sl. Málinu var vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 18. janúar sl.
        Bæjarráð samþykkir að í fjallskilasjóð renni afgjald 2% af landverði sbr. lög nr. 6/1986 og 6. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslna nr. 716/2012 auk 100 kr. á hverja vetrarfóðraða kind. Fjallskilasjóður verði vistaður hjá Vesturbyggð. Fyrirvari er gerður um samþykki Tálknafjarðarhrepps.

          Málsnúmer 1701007 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

          Lagt fram minnisblað dags. 20. janúar sl. ásamt fylgiskjölum frá skrifstofustjóra varðandi klippikort Vesturbyggðar 2017. Lögð fram tillaga um breytingu á 7. tölul. reglna á árinu 2017 um niðurfellingu fasteignagjalda ellilífeyrisþega og öryrkja.
          Bæjarráð samþykkir tillögu um að aukaklippikort til einstaklinga kosti 8.500 kr. og að móttekið sorp á gámastöðvar Vesturbyggðar frá lögaðilum fari eftir gjaldskrá Gámaþjónustu Vestfjarða ehf hverju sinni eða nú 6.220 kr. án vsk. fyrir hvern rúmmetra.
          Bæjarráð samþykkir að 7. tölul. reglna á árinu 2017 um niðurfellingu fasteignagjalda ellilífeyrisþega og öryrkja falli niður.

            Málsnúmer 1701012 19

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Sumarbústaðarlóð Stekkeyri.

            Lagt fram erindi dags. 15. desember 2016 frá Keran St. Ólasyni um lóðaleigusamning og sumarbústað á lóðinni Vesturbotn 1 (Stekkjareyri).
            Bæjarráð samþykkir uppsögn lóðarleigusamnings fyrir lóðina Vesturbotn lóð 1, landnr. 139934, lóðarnr. 00072001 og frest á að fjarlægja húsið til 30. júní 2017. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

              Málsnúmer 1701009 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða.

              Rætt um verkefnið "Ísland ljóstengt 2017". Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
              Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk í B-hluta vegna ljósleiðravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins.

                Málsnúmer 1609031 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Félag áhugamanna um Skrímslasetur - styrkumsókn.

                Lagt fram bréf dags. 10. janúar sl. frá Félagi áhugamanna um skrímslasetur með beiðni um styrk til reksturs Skrímslasetursins á árinu 2017.
                Bæjarráð bendir á að í fjárhagsáætlun 2017 er samþykktur styrkur að fjárhæð 200.000 kr. til félagsins og felur skrifstofustjóra að svara erindinu.

                  Málsnúmer 1701019

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Kvenfélagið Sif - styrkumsókn vegna FHP.

                  Lagt fram bréf dags. 17. janúar sl. frá Kvenfélaginu Sif með ósk um styrk sem nemi húsaleigu á Félagsheimili Patreksfjarðar vegna þorrablóts félagsins haldið 21. janúar sl.
                  Bæjarráð samþykkir styrk til Kvenfélagsins Sifjar sem nemur húsaleigu fyrir FHP laugardaginn 21. janúar 2017 og bókist styrkurinn til kostnaðar á 02089-9990.

                    Málsnúmer 1701018

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. FSR - Snjósöfnunargrindur og vindkljúfar ofan Urða og Klifs.

                    Lagt fram tölvubréf dags. 19. janúar sl. ásamt fylgiskjali frá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á snjósöfnunargrindum og vindkljúfum ofan Urða og Klifs á Patreksfirði.
                    Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið með fyrirvara um samþykki skipulags- og umhverfisráðs.

                      Málsnúmer 1701016

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni, Aðalstræti 31.

                      Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 7. desember sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í gistiheimilinu Ráðagerði Aðalstræti 31, Patreksfirði.
                      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í gistiheimilinu Ráðagerði Aðalstræti 31, Patreksfirði. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gisiheimilisins. Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfsemi gístiheimilisins Ráðagerði.

                        Málsnúmer 1612017 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Reykjavíkurflugvöllur - ályktun um neyðarbraut.

                        Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir með þeim sveitarfélögum sem undanfarið hafa ályktað um lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðrar neyðarbrautar. Það hefur sýnt sig að það er algjörlega óásættanlegt að brautin sé lokuð meðan ekki er boðið upp á aðrar lausnir til að sinna sjúkraflugi við þau tilteknu skilyrði sem brautinni er ætlað að sinna. Bíðum ekki eftir að það eigi sér stað óafturkræft tjón til að gripið verði til aðgerða. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa að hafa óskert aðgengi að sjúkrahúsi allra landsmanna í Reykjavík.

                          Málsnúmer 1701024

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40