Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #805

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 11. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

    Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði dags. 4. júlí sl. með tillögum um breytingar/lagfæringar á sorphirðu í Vesturbyggð.
    Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs

      Málsnúmer 1701012 19

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ferðamálastofa - aðstaða fyrir ferðamenn að Brunnum.

      Lagt fram tölvubréf dags. 7. júlí sl. frá Ferðamálastofu og drög að samningi ásamt fylgiskjölum um uppbyggingu ferðamannaaðstöðu á Brunnum.
      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1707012

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Vegagerðin - tillögur fyrir Vestfjarðarveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg.

        Lagt fram bréf dags. 5. júlí sl. frá Vegagerðinni um drög að kynningu tillögu að matsáætlun um Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Athugasemdafrestur er til 31. júlí 2017.
        Bæjarráð leggur áherslu á að fyrsti áfangi framkvæmdar verði við Bíldudalsveg upp að Helluskarði sem nýtist atvinnu- og mannlífi á suðursvæði Vestfjarða, en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun um Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bíldudals.

          Málsnúmer 1707009 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fiskeldi á Vestfjörðum.

          Kynnt voru drög að yfirlýsingu sveitarfélaga á Vestfjörðum um fiskeldi í landshlutanum.
          Bæjarráð samþykkir að vera aðili að sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélaganna á Vestfjörðum um uppbyggingu fiskeldis í landshlutanum.

            Málsnúmer 1707013

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umhverfisstofnun - Fjarðalax ehf, starfsleyfi fyrir 10.700 tonnum.

            Lagt fram tölvubréf dags. 5. júlí sl. frá Umhverfisstofnun ásamt fylgiskjölum með tillögum að starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf til framleiðslu á allt að 10.700 tonnum á ári af laxi í Patreksfirði. Athugasemdafrestur er til 31. ágúst 2017.
            Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs.

              Málsnúmer 1707006 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umhverfistofnun - Artic sea farm ehf, starfsleyfi fyrir framleiðslu á 6.800 tonnum.

              Lagt fram tölvubréf dags. 28. júní sl. frá Umhverfisstofnun ásamt fylgiskjölum með tillögum að starfsleyfi fyrir Artic Sea Farm ehf til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af laxi í Patreksfirði. Athugasemdafrestur er til 25. ágúst 2017.
              Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs.

                Málsnúmer 1707008 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð stjórnar nr. 851.

                Lögð fram fundargerð 851. stjórnarfundar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 30. júní sl.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1707007

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Samtök Vestfirskra kvenna - skýrsla um orlofsferðir 2016.

                  Lögð fram skýrsla Samtaka Vestfirskra kvenna dags. í sept. 2016 um orlofsferðir á árinu 2016.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1707004

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. BsVest - ráðstöfun viðbótarframlags 2016.

                    Lagt fram bréf dags. 30. júní sl. frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks varðandi viðbótarframlag úr Jöfnunarsjóði fyrir árið 2016 og ráðstöfun þess uppí skuld samlagsins við aðildarsveitarfélögin.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1707003

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Íbúðalánasjóður - húsnæðisáætlanir.

                      Lagt fram yfirlit dags. 27. júní sl. frá Íbúðalánasjóði um fjölda íbúða í Vesturbyggð skipt niður á tegundir eigna og stærðir þeirra í fermetrum.
                      Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

                        Málsnúmer 1707002 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25