Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #810

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. september 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

    Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar St. Karlsson, forstm.tæknideildar um stöðu framkvæmda ársins 2017. Lögð fram gögn vegna kaupa á varmadælum fyrir stofnanir sveitarfélagsins.
    Bæjarráð samþykkir kaup á varmadælum fyrir stofnanir sveitarfélagsins samkvæmt framlögðum lista og vísar viðbótarfjármögnun umfram fjárveitingu á fjárhagsáætlun ársins til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

      Málsnúmer 1701012 19

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Forstm. tæknideildar - uppkaup á lóð á Bíldudal.

      Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgiskjali dags. 24. ágúst sl. frá forstm. tæknideildar þar sem lagt er til að kaupa lóðina Tjarnarbraut 17, Bíldudal vegna skipulagsástæðna.
      Bæjarráð samþykkir kaupin og vísar fjármögnun kaupanna til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

        Málsnúmer 1708024

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umhverfisstofnun - stjórnunar- og verndaráætlun Vatnsfjarðar, skipun fulltrúa.

        Lagt fram bréf dags. 1. ágúst sl. frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er tilnefningar fulltrúa Vesturbyggðar í samráðshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnsfjarðar.
        Bæjarráð tilnefnir Friðbjörgu Matthíasdóttur sem fulltrúa sinn í samráðshópinn.

          Málsnúmer 1708021

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - beiðni um umsögn v. rekstarleyfis, Vegamót.

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 5. september sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka veitingarstað í Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal, samkvæmt flokki II. Friðbjörg Matthíasdóttir lét bóka að hún hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila máls.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka veitingarstað í Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal, samkvæmt flokki II, fastanr. 212-4986.
          Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins.
          Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfsemi veitingarstaðarins við Tjarnarbraut 2, Bíldudal.

            Málsnúmer 1709005 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Slökkviliðsstjóri - nýr slökkvibíll, minnisblað,

            Lagt fram minnisblað dags. í ágúst sl. frá slökkviliðsstjóra með tillögu um kaup á nýrri slökkvibifreið árið 2018.
            Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

              Málsnúmer 1709002

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              6. Nordfyns Kommune - vinarbæjarmót 2017.

              Lagt fram minnisblað dags. 8. september sl. frá skrifstofustjóra um ferð fulltrúa Vesturbyggðar og Norræna félagsins á vinabæjarmót sem haldið var í sveitarfélaginu Nordfyn í Danmörku dagana 24. ? 27. ágúst sl.
              Bæjarráð vísar minnisblaðinu til atvinnu- og menningarráðs.

                Málsnúmer 1705006 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Fiskeldisnám og rannsóknir.

                Lagðar fram skýrslunar „Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna“, útgefin af Haf- og vatnarannsóknum og Hafrannsóknarstofnunar í júlí 2017, „Byggðaleg áhrif fiskeldis“, útgefin af Byggðastofnun í ágúst 2017 og „Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi“, útgefin í ágúst 2017. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
                Bæjarráð vísar skýrslunum til atvinnu- og menningarráðs.

                  Málsnúmer 1703011 8

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða - fundargerð 113. fundar.

                  Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 25. ágúst sl.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1709001

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerð stjórnar 23.08.2017.

                    Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 23. ágúst sl.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1709003

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Starfsendurhæfing Vestfjarða - fundargerð ársfundar 2017.

                      Lögð fram fundargerð ársfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða frá 7. júní sl.
                      Bæjarráð vísar fundargerðinni til velferðarráðs.

                        Málsnúmer 1709006 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Byggðakvóti.

                        Mættur til viðræðna við bæjarráð Kristján Torfi Einarsson um tillögur starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um framtíðarskipan byggðakvóta.

                          Málsnúmer 1709010 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:22