Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #817

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. nóvember 2017 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Matvælastofnun - Fjarðarlax og Arctic Sea Farm, rekstrarleyfií Patreksfirði og Tálknafirði.

    Fulltrúar Tálknafjarðarhrepps sátu fundinn einnig ásamt fulltrúum Arnarlax/Fjarðalax og Artic Fish sem kynntu áform fyrirtækjanna í Patreksfirði og Tálknafirði.
    Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða leyfisveitingu Matvælastofnunar til Fjarðalax og Artic Sea Farm enda er það í samræmi við burðarþolsmat Hafrannsóknarstofnunar. Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við að fjarlægðramörk milli kvía fyrirtækjanna verði skemmri en 5 km eins og kveðjur í 4. Gr. reglugerðar 1170/2015 um fiskeldi enda ætli fyrirtækin að samræma útsetningu seiða og hvíld fjarðanna.

    Varðandi umsögn um 7. Gr. laga nr. 71/2008 um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði eða erfðafræðiáhrifa bendir Vesturbyggð á að sveitarfélög eru ekki þess umkomin að veita slíka umsögn og mun því ekki veita umsögn um þennan lið.

      Málsnúmer 1710030 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Græn skref í Vesturbyggð - bókhald.

      Lagt fram minnisblað um Græn skref hjá stofnunum Vesturbyggðar frá Arnheiði Jónsdóttur og Davíð Rúnari Gunnarssyni. Friðbjörg Matthíasdóttir og Ásthildur Sturludóttir fóru yfir málið. Stofnanir Vesturbyggðar eru nú þegar byrjaðar að innleiða Græn skref hjá sér. Næsta skref felur í sér að taka upp grænt bókhald. Málið samþykkt.

        Málsnúmer 1711010

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00