Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #822

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. nóvember 2017 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Fjárhagsáætlun 2018.

    Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2018 og 4ra ára áætlun 2018-2021.
    Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 og 4ra ára áætlun 2018-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. nóvember nk.

      Málsnúmer 1708020 20

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Aflið - styrkbeiðni 2018.

      Lagt fram tölvubréf dags. 20. nóvember sl. frá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi með beiðni um styrkveitingu fyrir starfsemi félagsins á árinu 2018.
      Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

        Málsnúmer 1711028

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Samanhópurinn - styrkbeiðni 2018.

        Lagt fram tölvubréf dags. 20. nóvember sl. frá Samhópnum samtökum um forvarnir og velferð barna með beiðni um styrkveitingu fyrir starfsemi félagsins á árinu 2018.
        Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

          Málsnúmer 1711027

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - byggðakvóti fiskiveiðiárið 2017-2018.

          Lagt fram bréf dags. 21. nóvember sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um að Vesturbyggð hefur verið úthlutað 199 þorskígildistonnum sem byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018.
          Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs til umsagnar.

            Málsnúmer 1709015 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða.

            Rætt um fjárveitingu úr verkefninu Ísland ljóstengt, en Vesturbyggð er úthlutað 13,5 millj.kr. úr Fjarskiptasjóði. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
            Bæjarráð samþykkir að þiggja styrk úr Fjarskiptasjóði vegna verkefnsins Ísland ljóstengt og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

              Málsnúmer 1609031 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - afskriftarbeiðni.

              Lagt fram bréf dags. 21. nóvember sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni um afskrift á útistandandi þing- og sveitarsjóðsgjöldum.
              Afgreiðsla bæjarráð skráð í trúnaðarmálabók

                Málsnúmer 1708014 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerðir stjórnar.

                Lögð fram fundargerð 106. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 22. nóvember sl.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1710012 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:34