Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #823

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. desember 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Fjárhagsáætlun 2018.

    Lagðar fram breytingartillögur að frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 ásamt 4ra ára áætlun 2018-2021. Brúttóhækkun útgjaldaliða er 5.741 þús.kr. og brúttólækkun útgjaldaliða er 5.000 þús.kr. Nettó hækkun útgjalda er 741 þús. Rekstrarniðurstaða frumvarps að fjárhagsáætlun er jákvæð um 4.339 þús.kr.
    Bæjarráð vísar breytingartillögum frumvarps að fjárhagsáætlun 2018 og 4ra ára áætlun 2018-2021 til seinni umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 7. desember nk.

      Málsnúmer 1708020 20

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - byggðakvóti fiskiveiðiárið 2017-2018.

      Mættur til viðræðna við bæjarráð Hafþór Jónsson, útgerðarmaður um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri og Magnús Jónsson, bæjarráðsmaður létu bóka að þau hafi vikið af fundi vegna tengsla við aðila máls.

        Málsnúmer 1709015 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25