Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #824

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. desember 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

    Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu níu mánuði ársins, janúar - október 2017. Afgangur frá rekstri er 43,9 millj.kr. borið saman við 4,0 millj.kr. afgang á sama tímabili 2016. Fjárfestingar voru 237,5 millj.kr. á tímabilinu borið saman við 237,7 millj.kr. á sama tímabili 2016.
    Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1701012 19

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar.

      Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2017 með breytingu útgjalda og tekna um 20,0 millj.kr. nettó til lækkunar; aukning tekna hafnarsjóðs og vatnsveitu um 12,4 millj.kr., hækkun á launakostnaði skóla um 10 millj.kr., lækkun kostnaðar gatnakerfis um 14 millj.kr., hækkun framlags til hreinlætisaðstöðu að Brunnum um 4 millj.kr., hækkun framlags til félagsheimilisins Baldurshaga um 4 millj.kr. vegna endurbóta á eldhúsi, lækkun fjármagnskostnaðar Eignasjóðs um 4 millj.kr., lækkun rekstrarkostnaðar Patrekshafnar um 5 millj.kr. og lækkun kostnaðar Bíldudalsveitna um 2,6 mill.kr. Viðaukinn lækkar lántökur á árinu.
      Bæjarráð samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

      Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2017 með 10 millj.kr. framlagi til Fasteigna Vesturbyggðar ehf vegna tapreksturs félagsins. Viðaukinn lækkar viðskiptaskuld félagsins við bæjarsjóð.
      Bæjarráð samþykkir viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

        Málsnúmer 1703051 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Umsókn um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2017/2018

        Magnús Jónsson, Ásthildur Sturludóttir og Gerður B. Sveinsdóttir véku af fundi undir þessum dagskrárlið. Halldór Traustason tók sæti Gerðar sem varamaður í bæjarráði við afgreiðslu þessa liðar.
        Lagt fram bréf dags. 21. nóv. sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017 til 2018.

        Lögð fram til kynningar bókun frá 18. fundi atvinnu- og menningarráðs frá 1. desember sl. undir 1. tölul. dagskrár þar sem ráðið leggur til „að úthlutun á byggðakvóta til Patreksfjarðar, Bíldudals og Brjánslækjar að farið verði eftir fyrirmynd að almennum reglum sem gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2017/2018. En þó með þeirri undantekningu að gert verði ráð fyrir að afli verði unninn innan sveitarfélagsins í stað byggðarlags þar sem við á.“

        Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð (Patreksfjörður, Bíldudalur og Brjánslækur) að farið verði eftir reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 604/2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017-2018 með eftirfarandi breytingum:

        1. ákvæði. 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk¬ígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.
        2. ákvæði. 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
        3. ákvæði. 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.

        Bæjarstjóra falið að senda atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu bókun bæjarráðs.

          Málsnúmer 1712011

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Rebekka Hilmarsdóttir - Umsókn um styrk vegna byggingu Gamla spítalans

          Lagt fram bréf dags. 27. nóvember sl. frá Rebekku Hilmarsdóttur og Erni Hermanni Jónssyni með beiðni um styrk til greiðslu fasteignagjalda áranna 2018-2020 vegna endurbóta á fasteign þeirra að Aðalstræti 69, Patreksfirði.
          Bæjarráð bendir á að bréfritarar fengu styrk til greiðslu fasteignagjalda áranna 2015-2017 á grundvelli endurbóta á Aðalstræti 69, Gamla spítalanum, húsi sem hefur menningarsögulegt gildi.
          Í ljósi gildandi reglna Vesturbyggðar um menningarstyrki til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum er ekki unnt að verða við erindinu þar sem reglurnar tiltaka að mest geti styrkveiting orðið til 3ja ára og er styrkveiting vegna Aðalstrætis 69 því fullnýtt.

            Málsnúmer 1712008

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Bíldudalshöfn - uppbygging hafnarsvæðisins á Bíldudal.

            Lagðar fram hugmyndir að uppbyggingu hafnarsvæðisins á Bíldudal.
            Bæjarráð lýst vel á tillögurnar og felur bæjarstjóra að ræða við forvarsmenn Arnarlax og Kalkþörungarverksmiðjunnar.

              Málsnúmer 1712032 6

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Snorraverkefnið 2018 - Beiðni um styrk fyrir Snorraverkefnið 2018

              Lagt fram bréf dags. 20. nóvember sl. frá Snorraverkefninu með beiðni um styrkveitingu fyrir starfsemi félagsins á árinu 2018.
              Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

                Málsnúmer 1712010

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Birta félag eldriborgara Patreksfirði - beiðni um styrk fyrir starfsárið 2017-2018

                Lagt fram tölvubréf dags. 24. nóvember sl. frá Félagi eldri borgara á Patreksfirði með beiðni um styrkveitingu fyrir starfsemi félagsins á starfsárinu 2017-2018.
                Bæjarráð samþykkir erindið.

                  Málsnúmer 1712012

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  8. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - Fundargerð nr 115

                  Lögð fram fundargerð 115. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 8. desember sl.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1712024

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Samband íslenskra sveitafélaga - Fundargerð SÍS nr. 854

                    Lögð fram fundargerð 854. stjórnarfundar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. nóvember sl.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1712007

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50