Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #860

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. janúar 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofustjóri

Iða Marsibil Jónsdóttir stýrði fundi í fjarveru Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur.

Almenn erindi

1. Samningur um séfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla

Lagður fram til staðfestingar samningur dags. 19. desember sl. við Tröppu ehf. um sérfræðiþjónustu við starfsfólk leik- og grunnskólabaran í Vesturbyggð. Bæjarráð staðfestir samninginn.

    Málsnúmer 1812058

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    15. Rekstur og fjárhagsstaða 2019.

    Rætt um framkvæmdir og sérgreind verkefni við Patreksskóla á árinu 2019. Gústaf Gústafsson skólastjóri sat fundinn undir þessum líð. Gústaf vakti athygli á því að þeir fjármunir sem ætlaðir eru til sérgreindra verkefna fyrir Patreksskóla eru vanáætlaðir. Bæjarráð felur starfandi skrifstofustjóra að vinna að málinu.

      Málsnúmer 1901016

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      16. Lagning ljósleiðara á Barðaströnd - Ísland ljóstengt

      Farið yfir stöðu framkvæmda við lagningu ljósleiðar á Barðaströnd. Bæjarráð harmar þær tafir sem hafa orðið á verkinu og leggur mikla áherslu á að hafist verði handa um leið og færi gefst.

        Málsnúmer 1803007 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        17. Umsögn um drög að frumvarpi vegna nýtingar eldissvæða í sjó.

        Iða Marsibil Jónsdóttir vék af fundi á meðan dagskrárliðurinn var tekinn fyrir.
        Bæjarráð Vesturbyggðar gerir athugasemdir við drög frumvarpa til laga um gjald vegna nýtingar eldissvæða og drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lagaáækvæðum sem tengjast fiskeldi sem nú eru til umsagnar.

        Vesturbyggð leggur áherslu á að vel séu ígrundaðar hverjar þær breytingar sem gerðar eru á rekstrarumhverfi þeirra fyrirtækja sem eru í fiskeldi og hófs sé gætt í þeim skilyrðum og gjaldtöku sem lagðar eru á þau fyrirtæki sem eru í auðlindanýtingu. Atvinnustarfsemi innan Vesturbyggðar er að mestu auðlindanýting sem tryggir vissulega samkeppnisforskot en getur einnig skapað einsleitni í atvinnulífi og geta því litlar breytingar haft veruleg neikvæð áhrif á þá miklu og góðu uppbyggingu sem þegar hefur orðið í sveitarfélaginu. Bæjarráð leggur því ríka áherslu á það að þær kröfur og gjaldtaka á þá rekstraraðila sem stunda lax- og regnbogasilungseldi verði ekki það íþyngjandi að það muni hafa neikvæð áhrif á rekstrargrundvöll fyrirtækjanna og dragi þannig úr samkeppnisstöðu þeirra.

        Bæjarráð Vesturbyggðar leggur einnig áherslu á að í samræmi við álit nefndar um stefnu í auðlindamálum frá 12. september 2012 sem og tillögum í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá 21. ágúst 2017, að stærstum hluta gjaldsins verði ráðstafað til þeirra landsvæða sem hafa aðkomu að fiskeldi í sjókvíum, eða 85% af innheimtu gjaldi. Tekjustofnar sveitarfélaga eru takmarkaðir og því mikilvægt að gjöld sem þessi renni til sveitarfélaganna þar sem nýting auðlindarinnar og starfsemi rekstraraðila fer fram og þörfin til uppbyggingar samfélagslegar þjónustu er einna mest.

        Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila athugasemdum um frumvörpin tvö til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

          Málsnúmer 1901017

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          18. Samgöngumál

          Ályktun Bæjarráðs Vesturbyggðar er varðar veglagningu um Gufudalssveit.
          Bæjarráð Vesturbyggðar ítrekar enn og aftur nauðsyn þess að sveitarstjórn Reykhólahrepps taki ákvörðun um vegstæði Vestfjarðavegar 60 strax. Bæjarráðið minnir aftur á þá miklu samstöðu sem verið hefur um allan fjórðunginn um að velja Þ-H leið og er því viðsnúningur sveitarstjórnar Reykhólahrepps mikið reiðarslag. Leiðarvalið skiptir íbúa og fyrirtæki miklu máli í ljósi þess að mjög óljós tímarammi myndist verði leið R fyrir valinu og mun það hafa áframhaldandi áhrif á samkeppnisstöðu svæðisins. Íbúar hafa bundið vonir við að framkvæmdir við Þ-H leið hæfust á árinu 2019 en ljóst er að mikil óvissa ríkir um það.

          Hafa ber í huga að sveitarfélagið unir ekki óbreyttu ástandi vega og mun beita sér af öllum mætti fyrir vegabótum á núverandi vegi um Ódrjúgs- og Hjallaháls verði R- leiðin fyrir valinu. Bæjarráð vekur athygli á að eðlilegt er að sá kostnaður sem uppbygging á núverandi vegstæði um hálsana hefur í för með sér sé reiknaður með í kostnaðarmati fyrir R-leiðina.

            Málsnúmer 1803009 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            19. Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2019

            Lagt fram bréf dags. 8. janúar 2019 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2019 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 170 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2019 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu. Bæjarráð samþykkir lántökuna.

              Málsnúmer 1901015

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              20. Sorphirða í Vesturbyggð - samningar.

              Lagt fram samkomulag dags. 17. des sl. þar sem Vesturbyggð og Gámaþjónusta Vestfjarða gera með sér samkomulag um áframhaldandi þjónustu til 31. ágúst 2020 á meðan unnið verður að útboði á sorphirðu í Vesturbyggð. Bæjarráð staðfestir samkomulagið.

                Málsnúmer 1805024 6

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                21. Samstarf 2018 - Veraldarvinir

                Lagður fram tölvupóstur dags. 28. nóv sl. frá Veraldavinum þar sem óskað er eftir samstarfi við Vesturbyggð vegna sjálfboðaliða á árinu 2019. Bæjarráð vísar erindinu til Skipulags- og umhverfisráðs.

                  Málsnúmer 1812006 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  22. SEEDS - Beiðni um samstarf á árinu 2019

                  Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Jóhanni Engilbertssyni þar sem óskað er eftir samstarfi við Vesturbyggð vegna sjálfboðaliða frá SEEDS sem munu vinna að við haldi bygginga Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal sumarið 2019. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til menninga- og ferðamálaráðs.

                    Málsnúmer 1812036 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    23. Bálköstur Bíldudal - Úlfar B Thoroddsen

                    Lagður fram tölvupóstur dags. 27.nóv sl. frá Úlfari B. Thoroddssen þar sem vakin er athygli bæjarfulltrúa á úrgangi sem safnað er saman á Bíldudal í meintu óleyfi. Bæjarráð tekur undir með bréfritara að ekki sé safnað í tilefnislausar brennur í óleyfi. Bæjarstjóra falið að svara bréfritara.

                      Málsnúmer 1812004

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      24. Umboð til kjarasamningsgerðar - Samband Íslenskra sveitarfélaga

                      Lagður fram tölvupóstur frá sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4. desember sl. þar sem óskað er eftir endurnýjuðu umboði Sambandsins vegna komandi kjaraviðræðna. Bæjarráð samþykkir að Samband íslenskra sveitarfélaga fari með umboð sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að ganga frá því.

                        Málsnúmer 1812013

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        25. Stekkar 13, viðhald - Ingólfur Magnús Ingvason

                        Lagt fram erindi frá Ingólfi Magnúsi Ingvassyni þar sem Ingólfur fer þess á leit við Vesturbyggð að farið verði í viðhaldsframkvæmdir á húsnæði við Stekka 13 á Patreksfirði. Ingólfur er eigandi neðri hæðar hússins og er Vesturbyggð eigandi efri hæðar. Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að fá til þess bæran aðila til að skoða eignina og leggja mat á mögulegar viðhaldsframkvæmdir.

                          Málsnúmer 1812042

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          26. Hætt afskipti Vegagerðarinnar af Siglunesvegur 1 - Gísli Gunnar Marteinsson

                          Ásgeir Sveinsson vék af fundi á meðan dagskrárliðurinn var tekinn fyrir.
                          Lagt fram erindi frá Gísla Gunnari Marteinssyni þar sem athygli sveitarfélagsins er vakin á því að vegagerðin hætti þjónustu við Siglunesveg 611 frá og með áramótum 2018/2019. Gísli bendir á að við veginn eru 5 lögbýli og 4 þeirra eru nytjuð tún af bændum sem nýta afraksturinn innar á Barðaströnd ásamt skógrækt. Einnig eru við veginn skemma sem nýtt er af bændum ásamt 4 sumarbústöðum og einu lögheimili. Bæjarráð mótmælir niðurfellingu héraðsvegar og bæjartjóra falið að svara bréfritara og senda skrifleg mótmæli til Vegagerðarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

                            Málsnúmer 1812034

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            27. Snjómokstur í þéttbýli 2018-2019

                            Lagt fram til staðfestingar snjómokstursplan í þéttbýli 2018-2019. Bæjarráð staðfestir snjómokstursplanið með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

                              Málsnúmer 1811074 2

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Til kynningar

                              2. Afrit af bréfi til menntamálaráðherra um alvarlega stöðu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

                              Lagt fram til kynningar

                                Málsnúmer 1812059

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                3. Fundargerð frá 7 desember 2018 - Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða

                                Lagt fram til kynningar

                                  Málsnúmer 1812031

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  4. Fundargerð nr. 114 - NAVE

                                  Lagt fram til kynningar

                                    Málsnúmer 1812044

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    5. Fundargerð stjórnar nr. 866 - Samband íslenskra sveitarfélaga

                                    Lagt fram til kynningar

                                      Málsnúmer 1812045

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      6. Fundargerð nr. 865 stjórnar - Samband íslenskra sveitarfélaga

                                      Lagt fram til kynningar

                                        Málsnúmer 1812020

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        7. Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.

                                        Lagt fram til kynningar

                                          Málsnúmer 1812019 3

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          8. Niðurstöður sýnatöku Vatnsveita Patreksfjarðar - Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða

                                          Lagt fram til kynningar

                                            Málsnúmer 1812033

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            9. Mál nr. 140 umsögn um húsnæðisbætur, réttur námsmanna og fatlaðs fólks- Nefndarsvið Alþingis

                                            Lagt fram til kynningar

                                              Málsnúmer 1812005

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              10. Mál nr. 417, umsögn um frumvarp til laga um samskiptaráðgafa íþrótta- og æskulýðsstarfs - Allsherjar- og menntamálanefnd

                                              Lagt fram til kynningar

                                                Málsnúmer 1812038

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                11. Mál nr. 409 þingsályktunartillaga um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess - Allsherjar- og menntamálanefnd

                                                Lagt fram til kynningar

                                                  Málsnúmer 1812029

                                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                  12. Reglugerð um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga í samráðsgátt- Samgöngu og sveitastj.ráðuneytið

                                                  Lagt fram til kynningar

                                                    Málsnúmer 1812012

                                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                    13. Ný gjaldskrá 2019 - Sorpurðun Vesturlands

                                                    Lagt fram til kynningar

                                                      Málsnúmer 1812021

                                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                      14. Mál nr. 443, þingsályktunartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi - Allsherjar- og menntamálanefnd

                                                      Lagt fram til kynningar

                                                        Málsnúmer 1812037

                                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:10