Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #265

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. desember 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 265. fundar föstudaginn 20. desember 2013 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.

    Forseti óskaði eftir a

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 264

    Til máls tóku: GE og forseti.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1311005F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til staðfestingar

      2. Bæjarráð - 693

      Fundargerðin er í 3. töluliðum.
      Til máls tók: MÓH.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1311014F 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 694

        Fundargerðin er í 11. töluliðum.
        Til máls tóku:
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1312001F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 695

          Fundargerðin er í 21. tölulið.
          Til máls tóku: Forseti og AJ.
          2.tölul. Forseti vísaði tillögu S-lista um launakostnað í Vinnuskóla til 10.dagskrárliðar og um fækkun bæjarfulltrúa til 11. dagskrárliðar.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1312008F 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Skipulags- og byggingarnefnd - 184

            Fundargerðin er í 7. töluliðum.
            Til máls tóku: Forseti, AJ og MÓH.
            6.tölul.: Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100.
            Tekið fyrir deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100. Deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 29. október til 3 desember 2013.
            Tvær athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Annars vegar frá N1, dags. 29. nóvember 2013 þar sem gerð var athugasemd við að farið sé inn á lóð félagsins og yfir mannvirki á henni með gatnatengingu milli Aðalstrætis og Strandgötu. Jafnframt er aflögð önnur innkeyrslan frá Strandgötu. Óskað er eftir að bæði vegurinn sunnan lóðarinnar og innkeyrslurnar verði látnar vera eins og þær eru og til viðbótar verði einnig hægt að aka inn og út af lóðinni að sunnanverðu.
            Hins vegar barst athugasemd frá Barða Sæmundssyni, dags. 20 nóvember 2013. Í athugasemdinni er bent á að með tillögunni mætti ekki þrengja frekar að athafnasvæði fyrirtækisins Loga m.v. núverandi ástand og að vegtenging á milli Aðalstrætis og Strandgötu verði löguð þar sem bent er á að skv. lögum á hún að vera 90° en ekki 45° eins og er nú og er óskað þess að það verði lagað í skipulagsvinnunni.
            Lagt er til að tillögunni verði breytt til samræmis við athugasemdir og ábendingar fyrrnefndra og með þeim breytingum samþykkir bæjarstjórn tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
            7.tölul.: Deiliskipulag - Iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal.
            Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal, greinargerð ódags. frá desember 2013 og uppdráttur dags. 4. desember 2013. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir tillöguna og gerir eftirfarandi athugasemdir;
            Bæta þarf við umfjöllun um ofanflóðahættu þegar hún berst. Bæta þarf við afmörkun deiliskipulagssvæðis og hæðarlínum á grunnmynd deiliskipulagsins. Bæta þarf við samþykktartexta í greinargerð.
            Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að gögn verði lagfærð til samræmis við áðurtaldar athugasemdir nefndarinnar.
            Samþykkt samhljóða.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1311012F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Fræðslunefnd - 96

              Fundargerðin er í 5. töluliðum.
              Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og GE.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1311013F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Félagsmálanefnd - 17

                Fundargerðin er í 2. töluliðum.
                Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1311003F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Almenn erindi

                  8. Velferðarráðuneytið áform um sameiningu heilbrigðisstofnana

                  Til máls tók: Forseti.
                  Lögð var fram ályktun:”Bæjarstjórn fagnar þeirri ákvörðun að fallið hafi verið frá sameiningu heilbrigðistofnana á Vestfjörðum.“
                  Bæjarstjórn samþykkir ályktunina samhljóða.

                    Málsnúmer 1310001 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Bæjarmálasamþykkt Vesturbyggðar

                    Lagt fram drög að Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar.
                    Til máls tóku: Forseti, AJ og GE.
                    Bæjarstjórn vísar drögum að Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar til vinnufundar bæjarstjórnar, sem haldinn verður fyrir næsta reglulega fund bæjarstjórnar.

                      Málsnúmer 1312062 4

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Fjárhagsáætlun 2013 - viðaukar.

                      Lagðir fram viðaukar að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2013.
                      Til máls tóku: Bæjarstjóri, GE, forseti og skrifstofustjóri.
                      Bæjarstjórn staðfestir 4:0 viðauka við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2013.

                        Málsnúmer 1311072 3

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Fjárhagsáætlun 2014.

                        Lagt fram frumvarp til seinni umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2014 ásamt 4ja ára áætlun 2014-2017. Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildartekjur hækki um 8.240 þús.kr. og heildarútgjöld hækki um 9.035 þús.kr. eða 795 þús.kr. nettóhækkun útgjalda, yfirlitsblöð, listi sérgreindra rekstrar- og fjárfestingartillagna og gjaldskrár .
                        Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri, forseti, ÁS og GE.
                        Bæjarstjóri flutti yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu og að:
                        Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 74 millj.kr., fjármagnsliðir eru tæpar 74 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því jákvæð um 0,5 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 83 millj.kr. Fjárfestingar eru 70 millj.kr., afborganir langtímalána 130 millj.kr. og lántökur 98 millj.kr.

                        Fjárhagsáætlun 2014, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ja ára áætlun 2014-2017, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, og þjónustugjaldskrár með breytingum samþykkt samhljóða.

                          Málsnúmer 1308059 14

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Heiðursborgarar Vesturbyggðar

                          Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur til að eftirtaldir verði tilnefndir heiðursborgarar Vesturbyggðar:
                          Vilborg Kristín Jónsdóttir, ljósmóðir Bíldudal.
                          Kristján Þórðarson, fyrrv. oddviti Barðastrandarhrepps og bóndi á Breiðalæk.
                          Erla Hafliðadóttir, Patreksfirði, frumkvöðull í ferðaþjónustu.
                          Til máls tók: Forseti.
                          Heiðurborgurum verður boðið til kaffisamsætis snemma á næsta ári þar sem þeim verður veitt viðurkenning fyrir framlag þeirra í þágu íbúa og samfélags í Vesturbyggð.
                          Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

                            Málsnúmer 1312084 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00