Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #285

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. maí 2015 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 285. fundar miðvikudaginn 13. maí 2015 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
    Í upphafi fundar lét forse

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 284

    Til máls tók: Forseti.
    Bæjarstjórn Vesturbyggð hvetur innanríkisráðherra að tryggja Vegagerðinni sérstaka fjárveitingu til að byggja og reka bílaþvottaplön í þéttbýliskjörnum á sunnanverðum Vestfjörðum á meðan að vegfarendur þurfa að aka á holóttum malarvegum á Vestfjarðavegi nr. 60.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1504004F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 732

      Fundargerðin er í 12. töluliðum.
      Til máls tóku: Bæjarstjóri og forseti.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1504006F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 733

        Fundargerðin er í 11. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, ÁS, MJ, ÁDF og GÆÁ.
        9. tölul.: Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs Vesturbyggðar frá 5. maí 2015 og hvetur sjávarútvegsráðherra til að auka strandveiðikvóta um 2000 tonn, úr 8600 tonnum í 10600 tonn á þessari vertíð. Á síðasta ári nam verðmæti strandveiðiafla í kringum 200 milljónir í Vesturbyggð. Aukning á strandveiðikvóta skiptir því miklu máli í Vesturbyggð.
        Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir sig sömuleiðis alfarið á móti hækkun veiðigjalda og boðuðu makrílfrumvarpi. Báðar þessar breytingar munu draga úr möguleikum lítilla samfélaga allt í kringum landið til eflast og eru ekki til þess fallnar að skapa sátt um sjávarútveg í landinu. Mikilvægt er að tryggja stöðugleika í greininni þannig að fyrirtæki geti starfað án íþyngjandi gjaldheimtu hins opinbera og síendurteknum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða sem einungis skaða greinina. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur sjávarútvegsráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi lagafrumvörp og leggja til aukningu á strandveiðikvóta strax.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1505002F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fræðslu og æskulýðsráð - 13

          Fundargerðin er í 5. töluliðum.
          Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, ÁS og ÁDF.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1505001F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Skipulags og umhverfisráð - 9

            Fundargerðin er í 6. töluliðum.
            Til máls tóku: MJ og forseti.
            5. tölul.: Deiliskipulag á Látrabjargi.
            Tekið fyrir deiliskipulag Látrabjargs. Leiðrétt greinargerð frá BAARK, dags. febrúar 2014, en með viðbótum frá 22. apríl 2015. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem komu fram í bréfi Skipulagsstofnunar frá 19. febrúar 2015. Um er að ræða afgreiðslu Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi Látrabjargs. Skipulagsstofnun fór yfir framlögð gögn og gerði athugasemd að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda vegna ákveðinna forms- og efnisgalla tillögunnar.

            Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. mars 2015 var afgreiðslu frestað þar til gerðar hafa verið lagfæringar á skipulagsgögnum sem nú liggja fyrir.

            Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            6. tölul.: Breyting á aðalskipulagi.
            Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem auglýst var með athugasemdarfresti til 9. mars 2015. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Tillagan var send til umsagnar til eftirfarandi aðila: Veðurstofu Íslands, Vegagerðinnar, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, Tálknafjarðarhrepps og Ísafjarðarbæjar. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar sem svaraði með tölvupósti 6. janúar 2015. Vegagerðin gerði engar athugasemdir en óskaði eftir því að deiliskipulagstillaga að bensínafgreiðslustöð verði send þeim til umsagnar þegar þar að kemur. Veðurstofa sendi umsögn með tölvupósti 13. mars sl. og gerði engar athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna en óskaði jafnframt eftir að deiliskipulagstillaga/grenndarkynning verði send þeim til umsagnar þegar þar að kemur.

            Í bréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 15. janúar 2015, kom fram að aðalskipulagsbreytingin verði ekki staðfest fyrr en fyrir liggur staðfest nýtt hættumat vegna snjóflóðamannvirkja við Búðargil.
            Fyrir liggur nýr uppdráttur af aðalskipulagsbreytingunni dagsettur 27. apríl 2015. Breytingin nær nú einungis til Patreksfjarðar þar sem verið er að leggja til stækkun á verslunar- og þjónustusvæði við Aðalstræti 62. Breyting á Bíldudal hefur verið tekin út þar sem óljóst er hvenær staðfest hættumat fyrir Búðargil mun liggja fyrir.

            Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1505004F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Almenn erindi

              6. Gjaldskrár 2015

              Lögð fram gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu og fráveitugjald í Vesturbyggð.
              Til máls tóku: Forseti og skrifstofustjóri.
              Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

                Málsnúmer 1410101 8

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Ársreikningur 2014

                Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2014 ásamt sundurliðunarbók og skýrslu löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins til seinni umræðu.
                Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, skrifstofustjóri, ÁS, HT, ÁDF og NÁJ.
                Bæjarstjórn endurtekur bókun sína frá 284. fundi 21. apríl sl.:
                ”Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2014 er umfram væntingar og fjárhagsáætlunar ársins 2014, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 34,1 millj.kr. í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað að raunvirði og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2014. Skuldahlutfall hefur lækkað og er nú 110%, en það var 136% í árslok 2013 og 144% í árslok 2012. Íbúum hefur fjölgað um 4,7% á milli ára.

                Langtímaskuldir hafa verið greiddar niður um 8 millj.kr. á síðasta ári sem er 22 millj.kr. lægra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2014.

                Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

                ? Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 34,1 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 110% í árslok 2014. Þetta hlutfall var 136% í árslok 2013.
                ? Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru 3 millj.kr. lægri í árslok 2014 en í árslok 2013.
                ? Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2014 námu rekstrartekjur A og B-hluta 1.118 millj.kr. samanborið við 906 millj.kr. á árinu 2013. Hækkun milli ára nemur því 212 millj.kr.
                ? Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2014 1.046 millj.kr. en voru 840 millj.kr. á árinu 2013. Hækkun frá fyrra ári 206 millj.kr.
                ? Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er jákvæður um 11,5 millj.kr. á árinu 2014 en var neikvæður um 15,3 millj.kr. á árinu 2013.
                ? Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 22,6 millj.kr.
                ? Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2014 námu 38 millj.kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 64 millj.kr. árið 2013.
                ? Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 86 millj.kr. á árinu 2014 samanborið við 59 millj.kr. á árinu 2013. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 83 millj.kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 81 millj.kr. á árinu 2013.
                ? Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (útborganir umfram innborganir) á árinu 2014 í A og B-hluta námu 73,8 millj.kr. samanborið við 17,9 millj.kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2013.
                ? Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 13 millj.kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 45 millj.kr. árið áður.
                ? Handbært fé lækkaði um 3 millj.kr. á árinu og nam það 16,1 millj.kr. í árslok 2014.“
                Ársreikningur bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2014 samþykktur samhljóða.

                  Málsnúmer 1502074 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00