Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #286

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. júní 2015 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fjarverandi bæjarfulltrúi: Nanna Áslaug Jónsdóttir í h.st. Gerður Björk Sveinsdótttir.

    Fundargerð ritaði: Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 286. fundar miðvikudaginn 24. júní 2015 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti b

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 285

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1504011F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til staðfestingar

      2. Bæjarráð - 734

      Fundargerðin er í 17. töluliðum.
      Til máls tók: Bæjarstjóri.
      6. tölul. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1505006F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 735

        Fundargerðin er í 13. töluliðum.
        Til máls tóku: Bæjarstjóri, GBS, ÁDF, ÁS, HT og forseti.
        2. tölul.: Bæjarstjórn samþykkir kaupin á Aðalstræti 75 og viðauka (viðauki 1) við fjárhagsáætlun 2015.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1506005F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 736

          Fundargerðin er í 10. töluliðum.
          Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÁS, MJ, ÁDF og HT.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1506008F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Velferðarráð - 5

            Fundargerðin er í 1. tölulið.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1506001F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Velferðarráð - 6

              Fundargerðin er í 4. töluliðum.
              Til máls tók: Forseti.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1506006F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Atvinnu og menningarráð - 4

                Fundargerðin er í 4. töluliðum.
                Til máls tóku: Skrifstofustjóri, ÁDF, forseti og ÁS.
                1.tölul. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
                3.tölul. Bæjarstjórn vísar liðnum til 11. dagskrárliðar.
                Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1505003F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Hafnarstjórn - 138

                  Fundargerðin er í 6. töluliðum.
                  Til máls tóku: Bæjarstjóri, MJ og ÁS.
                  Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                    Málsnúmer 1504008F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Skipulags og umhverfisráð - 10

                    Fundargerðin er í 14. töluliðum.
                    Til máls tóku: MJ, bæjarstjóri, ÁS, forseti, HT og ÁDF.
                    1.tölul. 1504040 - Skipulagsstofnun beiðni um umsögn Örlygshafnarvegur, Skápadalur-Patreksfjarðarflugvöllur.
                    Vísað er í erindi Skipulagsstofnunar dagsett 16. apríl 2015, þar sem óskað er umsagnar um tilkynningu til framkvæmdar á Örlygshafnarvegi skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

                    Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur farið yfir framlagða tilkynningu Vegagerðarinnar dagsett í apríl 2015.

                    Vegaframkvæmdin sem hér er kynnt er 8,4 km löng og liggur skammt sunnan Skápadalsár að Patreksfjarðarflugvelli. Ástand vegkaflans er misjafnt og samkvæmt framkvæmdaraðila verður framkvæmdasvæðið hvergi mjög breitt. Umhverfi næst veginum hefur áður verið raskað með lagningu núverandi vegar, framræsluskurðum, lögnum, túnrækt og beit. Almennt er gert ráð fyrir að takmarka breidd raskaðs svæðis eins og unnt er og verður það tilgreint í útboðsgögnum.

                    Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með að komið sé að þessari framkvæmd sem er að mati Vesturbyggðar löngu tímabær. Umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku og mun aukast meira í náinni framtíð. Sveitarfélagið Vesturbyggð bendir á að Örlygshafnarvegur, í því ástandi sem hann er í dag, annar núverandi og framtíðar umferð engan veginn. Vegurinn hefur því í för með sér slysahættu og mun aðgerð þessi draga verulega úr henni. Þar sem framkvæmdin mun takmarkast að mestu við núverandi vegstæði þá eru neikvæð áhrif á gróður, dýralíf og menningarminjar hverfandi. Það er því mat Vesturbyggðar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.

                    Vegna nálægðar vegarins við jörðina Hvalsker þá beinir Vesturbyggð þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að haga framkvæmdum þannig að sem minnst rykmengun stafi af umferð stórvirkra vinnuvéla í næsta nágrenni við Hvalsker.

                    Að öðru leyti telur bæjarstjórn Vesturbyggðar að framlögð gögn geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.
                    Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                      Málsnúmer 1505005F

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Almenn erindi

                      10. Gjaldskrár 2015

                      Lögð fram gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu og fráveitugjald í Vesturbyggð.
                      Lögð fram gjaldskrá slökkviliðs Vesturbyggðar.
                      Til máls tók: Forseti.
                      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu og fráveitugjald í Vesturbyggð.
                      Bæjarstjórn samþykkir að vísa gjaldskrá slökkviliðs Vesturbyggðar til síðari umræða.

                        Málsnúmer 1410101 8

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Búfjársamþykkt Vesturbyggðar

                        Lögð fram búfjársamþykkt Vesturbyggðar.
                        Til máls tóku: Skrifstofustjóri, ÁS og ÁDF.
                        Bæjarstjórn vísar búfjársamþykkt Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

                          Málsnúmer 1211097 12

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Sumarfrí bæjarstjórnar 2015.

                          Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
                          ”Í samræmi við 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar frá 25. júní til og með 19. ágúst n.k. og veitir bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á þessu tímabili.”
                          Til máls tók: Forseti.
                          Tillagan samþykkt samhljóða.

                            Málsnúmer 1506033 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00