Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #294

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. mars 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 294. fundar miðvikudaginn 16. mars 2016 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
    Forseti leitaði afbrigða

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 293

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1602006F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 758

      Fundargerðin er í 23. töluliðum.
      Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri, ÁS, NÁJ, GÆÁ og GBS.
      3.tölul. Bæjarstjórn fagnar fyrirhugaðir starfsemi í húsnæði Strandar ehf að Krossholtum og samþykkir samhljóða að forkaupsréttarákvæði sveitarfélagsins í lóðarleigusamningi verði áfram. Vesturbyggð fellur frá forkaupsrétti á fasteigninni að þessu sinni, þ.e. vegna núverandi sölu á eigninni.

      4. tölul. Að ósk Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. er samþykkt um lántöku á árinu 2016 lögð aftur fram þar sem hluti texta féll niður í fyrri bókun bæjarstjórnar:
      Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að taka 374 millj.kr. að láni frá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2016 til að fjármagna hluta afborgana af lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum, eða 99 millj.kr., 186 millj.kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur, 74 millj.kr. vegna framkvæmda og endurbóta á skólahúsnæði og íþróttahúsnæði og 15 millj.kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda. Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

      4.tölul. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrárbreytingu vegna leigugjalda og aðstöðu í Kaldbakshúsi/Straumneshúsi, Patreksfirði.

      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1603002F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skipulags og umhverfisráð - 20

        Fundargerðin er í 9. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, ÁS, skrifstofustjóri, HT.
        2. tölul.: Bæjarstjórn ítrekar að umrætt svæði er á C-hættusvæði og að byggingin verði með takmarkaðri íveru eins og reglugerð kveður á um. Bæjarstjórn samþykkir að fyrirvarar verði í lóðarleigusamingi og byggingarleyfi og felur bæjarlögmanni að undirbúa fyrirvarana komi til fullgildrar umsóknar. Forseti vék sæti og lét bóka að hún tæki ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila máls.

        7. tölul. Bæjarstjórn fagnar því að starfsemi hefjist á ný í veitingarhluta bensínafgreiðslustöðvarinnar ”Gillagrill ehf.“ við Aðalstræti 110, Patreksfirði.

        9. tölul. Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og lýsir ánægju sinni með að komið sé að endurbótum á Örlygshafnarvegi. Bæjarstjórn telur að framkvæmdin sé löngu tímabær þar sem umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku með tilheyrandi aukinni slysahættu og muni þessar framkvæmdir draga verulega úr þeirri hættu. Þar sem framkvæmdin mun takmarkast að mestu við núverandi vegstæði þá eru neikvæð áhrif á gróður, dýralíf og menningarminjar hverfandi. Það er því mat bæjarstjórnar Vesturbyggðar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1603003F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00