Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #295

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. apríl 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 295. fundar miðvikudaginn 13. apríl 2016 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 294

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1603005F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 759

      Fundargerðin er í 14. töluliðum.
      Til máls tóku: ÁS, skrifstofustjóri, forseti og ÁDF.
      4.tölul. Bæjarstjórn býður Gerði Björk Sveinsdóttur velkomna til starfa sem verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1603009F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 760

        Fundargerðin er í 7. töluliðum. Í fundargerðinni í upptalningu nefndarmanna sem sátu fundinn, féll niður nafn Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra.
        Til máls tók: Bæjarstjóri.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1603008F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 761

          Fundargerðin er í 5. töluliðum.
          Til máls tóku: Forseti, NÁJ, bæjarstjóri, ÁS og HT.
          2.tölul. Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2016.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1604003F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Velferðarráð - 8

            Fundargerðin er í 6. töluliðum.
            Til máls tóku: Bæjarstjóri og ÁS.
            4.tölul. Bæjarstjórn samþykkir jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fyrir árin 2014-2018.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1602001F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Ungmennaráð Vesturbyggðar - 4

              Fundargerðin er í 2. töluliðum.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1604002F 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Atvinnu og menningarráð - 7

                Fundargerðin er í 6. töluliðum.
                Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri, MJ, bæjarstjóri, NÁJ og ÁS.
                Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1603015F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fræðslu og æskulýðsráð - 21

                  Fundargerðin er í 1. tölulið.
                  Til máls tóku: Forseti, ÁDF, HT, og ÁS.
                  Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                    Málsnúmer 1603007F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Fræðslu og æskulýðsráð - 22

                    Fundargerðin er í 2. töluliðum.
                    Til máls tók: Forseti.
                    Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                      Málsnúmer 1603004F

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Skipulags og umhverfisráð - 21

                      Fundargerðin er í 10. töluliðum.
                      Til máls tóku: MJ, ÁS, ÁDF og HT.
                      Forseti vék sæti og lét bóka að hún tæki ekki þátt í afgreiðslu mála undir 8. og 9. tölul. fundargerðarinnar vegna tengsla við aðila máls.

                      6. tölul.: Lögð fram tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Bíldudal sem samanstendur af uppdrætti og greinargerð dagsett 11. apríl 2016.
                      Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Bíldudalsvegi til austurs, Hólsgili til vesturs og opnum svæðum til norðurs og suðurs. Stærð skipulagssvæðisins er 7,4 ha. Markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
                      1. Að svara eftirspurn eftir iðnaðarlóðum á Bíldudal.
                      2. Ráðgert er að færa steypistöð sem staðsett er á hafnarsvæðinu á Bíldudal og skilgreina lóð fyrir hana í nýju deiliskipulagi.
                      3. Að festa í sessi geymslusvæði og gámaplan.
                      4. Að fjölga lóðum fyrir hesthús á svæðinu.
                      Fyrir liggur fornleifaathugun af svæðinu sem unnin var af Náttúrustofu Vestfjarða og lagt er fram minnisblað þess efnis dagsett 16. mars 2016. Fram kom að engar fornleifar fundust á svæðinu.

                      Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar og auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                      8. tölul. Bæjarstjórn fagnar umsókn félagsins Búbíl ehf. um byggingarlóð að Arnarbakka 5, Bíldudal fyrir nýbyggingu íbúðarhúsnæðis og samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.

                      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                        Málsnúmer 1603013F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Almenn erindi

                        11. Ársreikningur 2015.

                        Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2015 ásamt sundurliðunarbók.
                        Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri, forseti, ÁS og ÁDF.
                        Bæjarstjórn lagði fram bókun: ”Bæjarstjórn lagði fram bókun: ”Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2015 er ívið lakari en fjárhagsáætlun ársins 2015 með viðaukum, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 19,1 millj. kr. neikvæðum rekstrarafgangi. Skýrist það einkum af hækkuðum launakostnaði vegna kjarasamningsbreytinga og hækkunum á lífeyrissjóðsskuldbindingum sveitarfélagsins. Þá hefur verið framkvæmt mjög mikið í sveitarfélaginu á sl. ári. Tekjur sveitarfélagsins eru hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2015. Skuldahlutfall hefur er ívið hærra og er nú 115%, en það var 110% í árslok 2014 og 136% í árslok 2013. Íbúum hefur fjölgað um 1,9% á milli ára.“

                        Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

                        -Niðurstaða rekstrar er neikvæð um 19,1 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 115% í árslok 2015. Þetta hlutfall var 110% í árslok 2014.
                        -Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru 146 millj.kr. hærri í árslok 2015 en í árslok 2014.
                        -Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2015 námu rekstrartekjur A og B-hluta 1.199 millj. kr. samanborið við 1.118 millj. kr. á árinu 2014. Hækkun milli ára nemur því 81 millj. kr.
                        -Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2015 1.167 millj. kr. en voru 1.046 millj. kr. á árinu 2014. Hækkun frá fyrra ári 121 millj. kr.
                        -Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er neikvæður um 40,0 millj.kr. á árinu 2015 en var jákvæður um 11,5 millj. kr. á árinu 2014.
                        -Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 22,6 millj. kr.
                        -Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2015 námu 51 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 38 millj. kr. árið 2014.
                        -Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 56 millj. kr. á árinu 2015 samanborið við 86 millj. kr. á árinu 2014. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 105 millj. kr. á árinu 2015 samanborið við handbært fé frá rekstri 83 millj. kr. á árinu 2014.
                        -Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (útborganir umfram innborganir) á árinu 2015 í A og B-hluta námu 156,3 millj. kr. samanborið við 73,8 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2014.
                        -Lántökur umfram afborganir langtímalána námu 79 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 13 millj. kr. árið áður.
                        -Handbært fé hækkaði um 28 millj. kr. á árinu og nam það 44,3 millj. kr. í árslok 2015.“
                        Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2015 til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður miðvikudaginn 27. apríl nk.

                          Málsnúmer 1604001 5

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00