Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #297

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 25. maí 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 297. fundar miðvikudaginn 25. maí 2016 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
    Fjarverandi bæjarfulltrúar

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 296

    Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1604009F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 764

      Fundargerðin er í 8. töluliðum.
      Til máls tóku: ÁS, skrifstofustjóri og forseti.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1604011F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til staðfestingar

        3. Bæjarráð - 765

        Fundargerðin er í 8. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, ÁS og HT.
        2.tölul. Vegagerðin ? umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur. Dagskrárliðnum er vísað til afgreiðslu undir 3. tölul. í fundargerð 22. fundar skipulags- og umhverfisráðs undir 5. tölulið dagskrár.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1605001F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 766

          Fundargerðin er í 10. töluliðum.
          Til máls tóku: Forseti og GBS, .
          1.tölul. Rekstur upplýsingamiðstöðvar. Gerður B. Sveinsdóttir lét bóka að hún tæki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1605003F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Skipulags og umhverfisráð - 22

            Fundargerðin er í 18. töluliðum.
            Til máls tóku: Forseti og GÆÁ.

            3. tölul.: Vegagerðin ? umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur. Bæjarstjórn samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna byggingar Örlygshafnarvegar 612, Skápadalur-flugvöllur, samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

            4. tölul.: Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku. Bæjarstjórn samþykkir að veita Sigurþóri P. Þórissyni framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í svokallaðri Hvalskersklöpp í landi Hvalskers samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stærð efnistökusvæðisins er 2.000 m2 og magn er áætlað um 12.000 m3. Berg verður losað með sprengingum og unnið í burðarlagsefni. Lögun námunnar skal vera regluleg og gengið verður frá henni sléttri og afvatnaðri, fláar snyrtilegir og lausir við hrunhættu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram, en gera þarf óverulega breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2016-2018 þar sem umrædd náma er ekki skilgreind.

            9. tölul. Fyrirspurn ? iðnaðarhúsnæði Mikladal. Bæjarstjórn samþykkir stækkun á lóð við Mikladalsveg 11, Patreksfirði og verði heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun 2.763,5 m2. Ekki er gerð athugasemd við að hefja jarðvinnu á lóðinni, þ.e. jöfnun lóðar og fleygun þar sem grunnt er á klöpp.

            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1604005F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00