Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #298

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. júní 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 298. fundar miðvikudaginn 15. júní 2016 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
    Fjarverandi bæjarfulltrúa

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 297

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1605002F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 767

      Fundargerðin er í 1. tölulið.
      Til máls tóku: Bæjarstjóri, HS og MJ.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1605005F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 768

        Fundargerðin er í 11. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, HT, NÁJ, bæjarstjóri, HJ og ÁDF.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1606001F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Atvinnu og menningarráð - 8

          Fundargerðin er í 4. töluliðum.
          Til máls tóku: HS, bæjarstjóri og ÁDF.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1604012F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Hafnarstjórn - 144

            Fundargerðin er í 12. töluliðum.
            Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÁDF og NÁJ.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1606002F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Fræðslu og æskulýðsráð - 24

              Fundargerðin er í 7. töluliðum.
              Til máls tóku: GBS og forseti.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1605006F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Skipulags og umhverfisráð - 23

                Fundargerðin er í 8. töluliðum.
                Til máls tóku: Forseti, HT og NÁJ.

                8. tölul.: Hagvon ehf. - umsókn um byggingar- og athafnarlóð við Eyragötu.
                Bæjarstjórn samþykkir útleigu athafnarlóðar fyrir u.þ.b. 200m2 stálgrindarhúsi við Eyrargötu á Patreksfirði, milli gamla Pakkhússins og veitingastaðarins Heimsenda til Hagvonar ehf. Bæjarstjórn bendir á að umrædd lóð er 630m2 að stærð og hámarksstærð húss er 315m2 á lóðinni.

                Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1606005F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Almenn erindi

                  8. Kjörskrá - forsetakosningar 2016.

                  Lögð fram kjörskrá fyrir forsetakosningar 25. júní 2016. Þrjár kjördeildir verða í Vesturbyggð; á Patreksfirði, á Bíldudal og á Birkimel. Á kjörskrá eru 686 kjósendur.
                  Til máls tók: Forseti.
                  Bæjarstjórn samþykkir að Heba Harðardóttir taki sæti Ágústar Gíslasonar sem aðalmaður og Ólafía Björnsdóttir taki sæti sem varamaður í undirkjörstjórn fyrir Bíldudal. Bæjarstjórn samþykkir að Hrönn Árnadóttir taki sæti Jensínu Kristjánsdóttur sem aðalmaður og Þórunn Sjöfn Kristinsdóttir og Eiður Thoroddsen sem varamenn í undirkjörstjórn fyrir Patreksfjörð.
                  Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjórna að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

                    Málsnúmer 1606013

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Ársreikningur 2015.

                    Lagður fram leiðréttur ársreikningur 2015, en á aðalfundi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks 4. maí sl. var samþykkt að færa aukaframlög aðildarsveitarfélaganna á árinu 2015 sem skammtímakröfu sveitarfélaganna á hendur BsVest í stað þess að þau gjaldfæri þá greiðslu sem framlag ársins. Aukaframlag Vesturbyggðar nam 10,3 millj.kr. og lækkar rekstrarhalli ársins sem því nemur (úr 19,1 millj.kr. í 8,8 millj.kr.).
                    Til máls tók: Forseti.
                    Ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2015 svo breyttur samþykktur samhljóða.

                      Málsnúmer 1604001 5

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Sumarfrí bæjarstjórnar 2016.

                      Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
                      ”Í samræmi við 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar frá 16. júní til og með 17. ágúst n.k. og veitir bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á þessu tímabili.”
                      Til máls tók: Forseti.
                      Tillagan samþykkt samhljóða.

                        Málsnúmer 1606012

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00