Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #303

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 302

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1611009F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til staðfestingar

      2. Bæjarráð - 787

      Fundargerðin er í 3. töluliðum.
      Til máls tók: Bæjarstjóri (FM).
      Forseti Magnús Jónsson lét bóka að hann hafi vikið af fundi undir afgreiðslu 3. tölul. dagskrár.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1611015F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 788

        Fundargerðin er í 4. töluliðum
        Til máls tóku: Forseti (MJ), GBS, HT og bæjarstjóri.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1612002F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Hafnarstjórn - 147

          Fundargerðin er í 3. töluliðum.
          Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti og HT.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1611013F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fræðslu og æskulýðsráð - 29

            Fundargerðin er í 7 töluliðum.
            Til máls tók: GBS.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1611004F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Almenn erindi

              6. Fjárhagsáætlun 2017.

              Lagt fram frumvarp til seinni umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2017; yfirlitsblöð, rekstrarreikningur, efnahagur og sjóðstreymi, listi sérgreindra rekstrar- og fjárfestingartillagna, fasteignagjöld, skattar og gjaldskrár og 4ra ára áætlun 2017-2020. Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildarútgjöld hækki um 1,2 millj.kr. eða nettóbreyting um sömu upphæð 1,2 millj.kr.
              Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, skrifstofustjóri, HT, GBS, ÁS, NÁJ og GÆÁ.
              Bæjarstjóri flutti stefnuræðu bæjarstjórnar og yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu:
              Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 72,1 millj.kr., fjármagnsliðir eru tæpar 71,3 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því jákvæð um 0,8 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 115,1 millj.kr. Nettó fjárfestingar eru 235 millj.kr., afborganir langtímalána 149 millj.kr. og lántökur 302 millj.kr.

              Fjárhagsáætlun 2017, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ra ára áætlun 2017-2020, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, og þjónustugjaldskrár samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1608011 15

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30