Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #24

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. maí 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir, formaður

    Til kynningar

    1. Sérkennsluskýrsla leikskóla Vesturbyggðar veturinn 2015-2016

    Hallveig Ingimarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri fór yfir sérkennsluskýrslu leikskóla Vesturbyggðar fyrir starfsárið 2015-2016. Búið er að ráða sérkennslustjóra í fullt starf sem mun taka til starfa í haust.

      Málsnúmer 1605065

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Skýrsla um innra mat og úrbótaáætlun 2016

      Frestað til næsta fundar

        Málsnúmer 1605064

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        6. Stefnumótun í mötuneytismálum. Matseðlar, heilbrigði, manneldi og hollusta.

        Fundargerð fyrsta fundar mötuneytisnefndar lögð fram til kynningar.

          Málsnúmer 1505002 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Almenn erindi

          3. Ársskýrsla GV skólaárið 2015-2016

          Liðnum frestað til næsta fundar

            Málsnúmer 1605057 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            4. Ársskýrsla LV skólaárið 2015-2016

            Hallveig Ingimarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri fór yfir árskýrslu leikskólans fyrir starfsárið 2015-2016. Í skýrslunni kom fram mikið og gott starf sem fer fram í leikskólum Vesturbyggðar en mikil mannekla hefur verið í vetur og starfsfólk því oft unnið undir miklu álagi. Mikil þörf er á að fá inn fagmenntað starfsfólk í skólana. Nefndin tekur undir sjónarmið Hallveigar og leggur áherslu á það að haldið verði áfram að auglýsa eftir fagmenntuðu fólki.

              Málsnúmer 1605056

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              5. Ársskýrsla Tónlistarskóla Vesturbyggðar skólaárið 2015-2016

              Einar Bragi Bragason fór yfir skýrslu skólans frá því að hann tók við skólanum í febrúar. Starfið hefur gengið vel og nemendur duglegir og áhugasamir. Mikilvægt er að fá fleiri kennara til starfa sem fyrst til að bregðast við mikilli fjölgun nemenda. Auka þarf fjárveitingar til kaupa á búnaði og nótum.

                Málsnúmer 1605058

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Leikvellir í Vesturbyggð

                Elfar Steinn Karlsson kom á fundinn og fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í sveitarfélaginu við leikvelli. Ærslabelgur verður settur upp á Bíldudal í sumar og búið er að kaupa leiktæki sem verða sett við ærslabelginn á Patreksfirði. Gert verður við ærslabelg á Patreksfirði við fyrsta tækifæri. Fræðslu og æskulýðsráð biður Elvar Stein að kanna frágang við sparkvöll/leiksvæði við vesturhlið grunnskólans á Patreksfirði þar sem mikið rask varð við gerð varnagarðs og kanna hvort ofanflóðasjóður mun koma að þeim frágangi.

                  Málsnúmer 1409063

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00