Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #13

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. október 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
 • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
 • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
 • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
 • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson Hafnarstjóri

Almenn mál

1. Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.

Farið yfir mögulegan geymslustað fyrir stálþil sem nota á við framkvæmdir við Bíldudalshöfn. Skipulags- og umhverfisráð bókaði um málð á 64. fundi sínum að lögð yrði áhersla á að stálþilið yrði staðsett innan hafnarsvæðis.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að ræða við notendur hafnarinnar um geymslustað innan hafnarsvæðis í takt við umræður á fundinum.

  Málsnúmer 1907063 5

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Hafnasjóður Vesturbyggðar - endurskoðun gjaldskrár.

  Hafnarstjóri kynnti drög að breytingum á gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar.

   Málsnúmer 1907104 5

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Fjárhagsáætlun 2020

   Hafnarstjóri fór yfir tillögur að sérgreindum verkefnum hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir árið 2020.

    Málsnúmer 1904046 18

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Komur skemmtiferðaskipa 2019

    Hafnarstjóri fór yfir tekjur vegna skemmtiferðaskipa á Patrekshöfn á árinu 2019, einnig kynnti hafnarstjóri hugmyndir að breytingum á kynningarefni.

     Málsnúmer 1909036 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Skilgreining hafnarsvæða

     Farið yfir skilgreiningu hafnarsvæða hafna Vesturbyggðar, ytri og innri hafna.

      Málsnúmer 1910104

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Mengandi flotbryggja við Flókatóftir.

      Tekið fyrir erindi Umhverfisstofnunar þar sem vakin er athygli á flotbryggju sem liggur undir skemmdum við Flókatóftir á Brjánslæk.

      Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að kanna með kostnað við flutning á bryggjunni til Patreksfjarðar, ennfremur felur ráðið hafnarstjóra að tryggja bryggjuna svo ekki hljótist frekara tjón eða mengun af bryggjunni.

       Málsnúmer 1910005 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40