Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #125

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. maí 2012 og hófst hann kl. 20:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Sigtryggur Benediktsson sat fundinn og fór í vettvangsferð með hafnarstjórn.

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Hafnarstjórn - 124

    Lögð fram fundargerð síðasta fundar hafnarstjórnar.

      Málsnúmer 1203003F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Framkvæmdir á hafnarsvæði á Patreksfirði, flotbryggjur og þekja

      Farið í vettvangsferð á Patrekshöfn. Sigtryggur Benediktsson kom inn á fundinn og upplýsti um verkstöðu framkvæmda við þekju á  Patrekshöfn. Framkvæmdum er nú að ljúka, mest allri steypuvinnu er lokið. Nokkur aukaverk eru eftir og frágangur á hafnarsvæði. Hafnarstjórn hvetur fyrirtæki á hafnarsvæði að nýta sér þjónustu verktaka vegna tengingu við þekju. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa flotbryggjur af Braga Geir Gunnarssyni fyrir kr. 350.000. Hafnarstjóra falið að fá tilboð í viðgerð á flotbryggjunni og undirbúa niðursetningu á henni.  Lagt fram erindi frá Jóni Þórðarsyni um flotbryggju á Bíldudal. Hafnarstjórn samþykkir erindið en felur formanni hafnarstjórnar og Páli Ágústssyni að ræða við Jón um útfærslu á legu bryggjunnar í samráði við hafnarvörð á Bíldudal.Hafnarstjóra falið að hafa samband við Shell vegna staðsetningu olíuafgreiðslu á Bíldudal.Hafþóri Jónssyni falið að ræða við byggingarfulltrúa um uppröðun á Uppsáturssvæði á Patreksfirði.   

        Málsnúmer 1205102

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Starfsmannahald

        Hafnarstjóri upplýsti um að hafnarvörð vanti á Brjánslæk. Hafnarstjórn samþykkir breyttan opnunartíma á Brjánslækjarhöfn tímabundið uns framtíðarlausn verður fundin fyrir hafnarvörslu á Brjánslæk.  Sumarstarfsmenn verða ráðnir á Patrekshöfn til afleysinga og til umhverfismála.  

          Málsnúmer 1205103

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Önnur mál 24. maí 2012

          Hafnarstjórn skorar á atvinnurekendur á hafnarsvæðum í Vesturbyggð að huga að umhverfismálum og bæta umgengni verulega. Hafnarstjórn skorar á eigendur báta sem standa milli Fiskmarkaðar og Vestrabúðar að fjarlægja þá innan 4 vikna að öðrum kosti verði þeir fjarlægðir á kostnað eigenda.Hafnarstjórn minnir á að óleyfilegt er að láta báta standa upp við hús. Hafnarstjórn hvetur Olíudreifingu til að færa lausar kerrur og olíudælur af Uppsáturssvæði á Patreksfirði. Hafnarstjórn Vesturbyggðar óskar sjómönnum til hamingju með Sjómannadaginn.

            Málsnúmer 1205104

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00