Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #130

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. apríl 2013 og hófst hann kl. 20:00

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson Byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. HBS varðar Brjánslækjarhöfn

    Erindi frá Halldóri Benidikt Sverrissyni. Í erindinu er lýst yfir áhyggjum af umhverfismálum á Brjánslækjarhöfn. m.a að trékantur og keðjur virki illa og ekki sé til staðar tjakkur á bryggjunni og að vatnslaust er. Hafnarstjórn hefur komið listnaum í hendur áhaldahús til úrbóta. Hafnarstjórn bendir á að laus útgerðatæki er handtjakkar er ekki í verkahring hafnarinnar og bendir einnig á að vatn er komið á bryggjuna og felur hafnarstjóra að brýna fyrir starfsmönnum og sjómönnum að tæma vatnslagnir hafnarinnar svo ekki frjósi í þeim.

      Málsnúmer 1304048

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umaókn um leyfi til að setja upp flotbryggju

      Erindi frá Öldu Davíðsdóttir f.h sjóræningja í erindinu er óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda til að setja niður flotbryggju við Sjóræningjahúsið á Vatneyri. Bryggjan er á deiliskipulagi sem er stefnt að staðfestingu í b-deild í maí nk. Hafnarstjórn fagnar erindinu og óskar eftir nánari útfærslu og staðsettningu.

        Málsnúmer 1304041

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um lóð Hafnarteigur 1, Bíldudal

        Erindi frá Jóni Sigurði Bjarnasyni fyrir hönd Lás ehf. kt 490893-2379. Í erindinu er óskað eftir lóð að Hafnarteig 1 á Bíldudal undir allt að 500 m2 atvinnuhúsnæði. Lóðin er á staðfestu deiliskipulagi fyrir svæðið. Nefndin óskar eftir nánari lýsingu fyrirhugaðri starfsemi í húsinu. Hafnarstjórn óskar eftir fundi við forsvarsmenn Lás ehf.

          Málsnúmer 1302042 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          4. Umsókn um lóð, breytingu á deiliskipulagi vegna hafnarsvæðis á Bíldudal og landfylling

          Málið kynnt. málinu frestað.

            Málsnúmer 1303037

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00