Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #145

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. júlí 2016 og hófst hann kl. 10:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Valgeir J. Davíðsson var viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Bláfáni 2016

    Lagt fram til kynningar minnisblað frá Davíð R. Gunnarssyni. Rætt um umgengnismál á höfnunum.

    Málinu frestað og hafnarstjóra falið að boða hafnarverði á næsta fund hafnarstjórnar.

      Málsnúmer 1607005 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Vegagerðin - Rekstur Brjánslækjarhafnar 2015.

      Lagt fram minnisblað frá Þóri Sveinsson, skrifstofustjóra Vesturbyggðar um rekstur Brjánslækjarhafnar. Reksturinn hefur verið mjög erfiður undanfarin ár, og taprekstur mikill. Umtalsvert viðhald hefur verið vegna ferjuaðstöðu og framundan eru dýrar dýpkunarframkvæmdir fyrir ferjuna Baldur.

      Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að til að mæta taprekstri verði gjaldskrá Brjánslækjarhafnar endurskoðuð og reksturinn skoðaður betur. Hafnarstjórn leggur til að lestargjald verði 14,72 á mælieiningu og bryggjugjald verði 7,36 á mælieiningu.

        Málsnúmer 1606035 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Hafnarsjóður - rekstur og fjárfestingar.

        Lögð fram til kynningar rekstrarskýrsla hafnarsjóðs fyrir fyrstu 5 mánuði ársins.

          Málsnúmer 1607014 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Dýpkun Brjánslækjarhafnar

          Þriðjudaginn 14.júní 2016 kl. 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar opnuð tilboð í dýpkun Brjánslækjarhafnar 2016.
          Útboðið var opið og auglýst í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.

          Eftirtalin tilboð bárust:

          Bjóðandi: Tilboðsupphæð Hlutfall af kostnaðaráætlun %
          kr

          Björgun ehf. 15.959.000,- 88,7 %
          Hagtak hf. 28.480.000,- 158,2 %
          Áætlaður verktakakostnaður 18.000.000,- 100,0 %

          Hafnarstjórn hefur áður í tölvupósti samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Björgun ehf.

            Málsnúmer 1607019

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Landtenging Bíldudalshöfn - Arnarlax.

            Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er óskað eftir því að rafmagnstengingar á Bíldudalshöfn verði bættar svo unnt verði að landtengja brunnskip fyrirtækisins, Gunnar Þórðarson við að lágmarki 190A tengingu.

            Hafnarstjórn Vesturbyggðar hefur skoðað alla möguleika til að leysa aukna rafmagnsþörf á Bíldudalshöfn. Hafnarstjórn felur forstöðumanni tæknideildar að fá Orkubú Vestfjarða til stækkunar á heimtaug í 400A úr 200A sem annar ekki núverandi rafmagnsþörf. Verkefnið verður að rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins og hafnarstjóra falið að gera breytingar á áætluninni.

              Málsnúmer 1607020

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00