Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Krossholt Langholt

Málsnúmer 1110041

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Krossholt/Langholt, greinargerð dags. 1.6.2012 og uppdráttur dags. 6.9.2012. Íbúafundur var haldinn 12. september sl. og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að gerðar verði breytingar til samræmis við þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Breytingarnar fela m.a í sér að bætt verði inn skírari skilmálum inn fyrir núverandi hús, opnu svæði til sérstakra nota s.s. tjaldsvæði og gólfvöll. Einnig að landamerkjalínur verði lagaðar. Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




20. ágúst 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

taka aðalskipulagbreitinguna samhliða. bóka : tekið fyrir óskað eð eftir fundi og málinu frestað.




18. febrúar 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Lögð fram að nýju deiliskipulag Krossholt/Langholt á Barðaströnd. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. September 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Krossholt/Langholt fyrir Vesturbyggð.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulag vegna Krossholt/Langholt Barðaströnd. Skipulagsuppdrættir og greinargerð lágu frammi á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75, Patreksfirði og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 21. Nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Ennfremur voru gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. Janúar 2013. Með bréfi, dags. 8. janúar 2013, gerði Ólafur H. Magnússon, fyrirsvarsmaður jarðarinnar Kross í Vesturbyggð, athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að umræddu deiliskipulagi. Athugasemdir Ólafs eru í tíu töluliðum og er umsögn um athugasemdirnar merktar með sama hætti. Einnig lögð fram umsögn Björns Jóhannessonar hrl. f.h. Vesturbyggðar um athugsemdir Ólafs

1. Athugasemdir um að óheimilt sé að breyta skipulagi svæðis þar sem framkvæmt hefur verið í ósamræmi við skipulag fyrr en hin ólöglega framkvæmd hefur verið fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt.

Í 55. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki kemur m.a. fram að ef byggingarframkvæmd brýtur í bága við skipulag þá geti byggingarfulltrúi krafist þess að mannvirkið verði fjarlægt, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. Sinni eigandi ekki þeirri kröfu er heimilt að vinna slík verk á hans kostnað. Samsvarandi ákvæði er einnig að finna í 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem fram kemur að sé framkvæmt í andstöðu við gildandi skipulag getur skipulagsfulltrúi krafist þess að hin ólöglega framkvæmd sé fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er um heimildarákvæði að ræða en ekki skylduákvæði eins og var í eldri skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

2. Athugasemdir sem lúta að skilgreiningu svæðis sem landbúnaðarsvæði.

Tekið skal fram vegna þessarar athugasemdar að breyting var gerð á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 í október 2011, sbr. auglýsing Skipulagsstofnar, dags. 21. október 2011. Í breytingunni fólst að iðnaðarsvæði I2 varð að athafnasvæði A1 og verslunar- og þjónustusvæði V9. Einnig var gerð leiðrétting á kafla 2.3.5 í greinargerð aðalskipulags vegna tveggja lóða sem voru á iðnaðarsvæðinu I2. Þær voru 1 ha og 2 ha en urðu 1000 m2 og 2000 m2 með breytingunni.

3. Mótmæli varðandi notkun á heitu vatni til bygginga á nýju byggingarsvæði vestan Móru.

Í grein 2.5. kemur fram að hitaveita sé á staðnum og hún sé í eigu Vesturbyggðar. Vesturbyggð mun virða að öllu leyti þá samninga sem í gildi hafa verið varðandi nýtingu á heitu vatni á svæðinu. Nýting á heitu vatni til nýrra bygginga á svæðinu mun því verða háð því að samkomulag náist við eigendur um nýtingu vatnsins. Í ljósi framkominna athugasemda þykir rétt að fella út fyrrgreint ákvæði í greinargerð með deiliskipulagstillögunni um að nýtt byggingarsvæði vestan Móru muni tengjast núverandi kerfi.

4. Mótmæli varðandi skipulag á fjórum nýjum lóðum norðan við núverandi íbúðarbyggð.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum norðan við núverandi íbúðarbyggð á Krossholtum. Þessar lóðir eru á stórum hluta utan þess lands sem er í eigu Vesturbyggðar. Ástæða þess að gert er ráð fyrir þessum nýju lóðum í deiliskipulagstillögunni er að þetta eru mjög góðar byggingarlóðir og auðvelt að tengja þær við núverandi gatna- og veitukerfi á svæðinu. Skipulags ?og byggingarnefnd lagði til að umræddar lóðir yrðu skilgreindar sem mögulegar íbúðarlóðir sé horf til framtíðar og áleit það landeigendum jarðarinnar Kross í hag. Nýting þessa svæðis sem byggingalóða er háð samþykki landeigenda en sé ekki vilji til þess að hálfu landeigenda að bæta við fyrrgreindum lóðum er auðvelt að fella þær út úr deiliskipulagstillögunni. Í ljósi framkominna athugasemda landeigenda þykir rétt að gera þá breytingu á deiliskipulagstillögunni að ekki verði gert ráð fyrir þessum fjórum nýju byggingarlóðum norðan við núverandi íbúðabyggð á Krossholtum.

5. Athugasemdir varðandi ákvæði greinar 4.2. um að samþykktar byggingarnefndarteikningar fyrir lóð undir landbúnaðartengda þjónustu gildi sem skipulagsskilmálar fyrir fyrrgreinda lóð.

Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni kemur fram að um bygginguna gilda samþykktar byggingarnefndarteikningar sem skipulagsskilmálar fyrir fyrrgreinda lóð sem ætluð er undir landbúnaðartengda ferðaþjónustu. Núverandi bygging er 221,1 m2 og mænishæð byggingarinnar miðað við gólfkóta er 4,21 m. Heimilt er að stækka bygginguna til norðurs og skal útlit viðbyggingar vera í samræmi við núverandi byggingu hvað varðar útlit og efnisval. Niðurstaða úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 2. september 2011 í málinu nr. 43/2011 byggðist eingöngu á því að fyrrgreind bygging hafi ekki fallið að skilgreindri landnotkun gildandi aðalskipulags og því hafi ekki verið fullnægt skilyrði fyrir veitingu byggingarleyfis sem sett er í 1. tl. 1. mgr. 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um að mannvirkið og notkun þess skuli samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.

6. Athugasemdir sem lúta að því að skilgreina þurfi betur nýtingu lóðar, einkum útisvæðis svo og þá starfsemi sem á að vera í þeirri byggingu sem hefur verið reist af Móru ehf. og ætluð er fyrir landbúnaðartengda ferðaþjónustu. Vísað er í þessu sambandi til kafla 4.5.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.

Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni kemur fram að innan lóðar fyrir ferðaþjónustu séu gerðar kröfur um að allur frágangur og umgengni sé til fyrirmyndar. Sex bílastæði skulu fylgja lóðinni þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Um lóðina gildir samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð frá 24. apríl 2011. Varðandi aðra nýtingu á útisvæði vestan Móru skal tekið fram að gert er ráð fyrir gönguleiðum meðfram Móru, en ekki er gert ráð fyrir öðrum sérstökum útisvæðum.

7. Athugasemdir varðandi fjarlægð fyrirhugaðrar bygginga á verslunar- og þjónustusvæði frá stofnvegi.

Í lok janúar s.l. tók gildi ný skipulagsreglugerð nr. 90/2013, en þar segir m.a. ,, Utan þéttbýlis skal ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Aðrar byggingar skal ekki staðsetja nær stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.

8. Athugasemdir sem lúta að því að sú starfsemi og byggð sem fyrirhuguð er vestan árinnar Móru valdi ekki truflun fyrir veiðimenn og að þeir geti athafnað sig án vandkvæða. Þá er ítrekað að allar framkvæmdir innan 100 metra frá ánni sé háðar samþykki Fiskistofu.

Ekkert i fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu getur tilefni til að ætla að fyrirhuguð starfsemi eða byggð vegna árinnar Móru komi til með að valda truflun fyrir veiðimenn eða að þeir geti ekki athafnað sig með eðlilegum hætti við veiðar í ánni. Leitað hefur verið umsagnar Fiskistofu um deiliskipulagstillöguna. Í umsögn Fiskistofu kemur fram að Fiskistofa hafi ekki athugasemdir við tillöguna.

9. Athugasemdir um að óljóst sé með staðsetningu á rotþróm.

Í greinargerð með tillögu að deiliskipulagi er m.a. fjallað um veitukerfi. Í grein 2.5. er m.a. fjallað um fráveitu austan Móru, en þar segir; ,,Frárennslislagnir verða í götustæðum. Stærð og umfang hreinsimannvirkis er háð samþykki Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.” Varðandi fráveitu vestan Móru segir í greinargerðinni; ,, Staðsetning á rotþróm og frárennslislögnum fyrir hvern bústað er ekki sýnt á skipulagsuppdrætti en verða sýndar á byggingarnefndarteikningum.

10. Athugasemdir varðandi fyrirkomulag sorphirðu fyrir lóðarhafa vestan Móru.

Gerð er grein fyrir fyrirkomulagi sorphirðu í grein 2.5 í greinargerð með tillögu að deiliskipulagi. Þar kemur fram að vestan Móru skulu lóðarhafar sjá um að koma sorpi í gámasvæði á vegum Vesturbyggðar sem verði staðsett við aðkomuveg inn á svæðið.
Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Björns Jóhannessonar hrl. er lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt
Að öðru leyti vísar nefndin til stuðnings umsagnar Björns Jóhannessonar hrl. og gerir umsögn hans að sinni. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að ganga frá tillögunni til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010




14. janúar 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Krossholt/Langholt, greinargerð dags. 25.9.2012 og uppdráttur dags. 25.9.2012. Íbúafundur var haldinn 12. september og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Tillögunni var breytt í samræmi við athugasemdir áður en hún var auglýst. athugasemdir bárust einnig frá fornleyfavernd, Unnari Þór Böðvarssyni, Skórækt ríkisins, fiskistofu, heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, Vegagerðinni, húsafriðun, umhverfisstofnun og Ólafi H. Magnússyni Tillagan, athugasemdir og umsagnir voru tekin fyrir og rædd. Byggingarfulltrúa falið að taka saman minnispunkta í samræmi við umræður sem sköpuðust á fundinum. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.